Dagskrá Menningarviku fimmtudaginn 14. mars - Maxímús Músíkús og Síđasti bćrinn í dalnum

  • Fréttir
  • 14. mars 2019
Dagskrá Menningarviku fimmtudaginn 14. mars - Maxímús Músíkús og Síđasti bćrinn í dalnum

Músin heimnsfræga, Maxímús Músíkús, heimsækir Grindvíkinga í dag og býður leik- og grunnskólanemum í heimsókn í Tónlistarskólann fyrir hádegi. Þá stendur Minja- og sögufélag Grindavíkur fyrir sýningu á Síðasta bænum í Dalnum í Víðihlíð. 

Dagskrá Menningarviku 14. mars  

9:00-13:00 Tónlistarskóli Grindavíkur, MAXÍMÚS MÚSÍKÚS TRÍTLAR Í TÓNLISTARSKÓLANN. Tónlistarmúsin Maxímús Músíkús heimsækir Tónlistarskóla Grindavíkur.

14:00 Víðihlíð, SÍÐASTI BÆRINN Í DALNUM. Minja- og sögufélag Grindavíkur stendur fyrir á sýningu á þessari sígildu kvikmynd frá árinu 1950.

Dagskrá Menningarviku alla dagana

10:00-17:00 Kvikan, SALTFISKSETRIÐ, JARÐORKA OG GUÐBERGSSTOFA. Grunnsýningar Kvikunnar opnar gestum.

10:00-17:00 Kvikan, SJÁLFSMYNDIR Á DRAUMASTAÐNUM. Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Grindavíkur sýna verk sín sem unnin voru í myndment og textílment.

10:00-17:00 Kvikan, KÆRLEIKUR. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara.

10:00-17:00 Verslunarmiðstöðin Víkurbraut 62, BÆJARBÓT. Áhugaverðar fréttir úr Bæjarbót, bæjarblaði Grindvíkinga sem að kom út á árunum 1982-1996, rifjaðar upp.

13:00-16:00 Kvennó, SKIPSSTRÖND OG STRANDMINJAR. Sýning á munum sem tengjast skipsströndum í nágrenni Grindavíkur auk þess sem sagt er frá strandminjum í myndum og máli.

14:00-16:00 Framsóknarhúsið, #GRINDAVIKVETUR. Sýning á ljósmyndum grindvískra ljósmyndara sem tóku þátt í ljósmyndaleik grindavik.is.

Dagskrá Menningarviku má finna í heild sinni hér. Dagskránna er jafnframt að finna í Járngerði sem dreift var í öll hús í vikunni.


Deildu ţessari frétt