Undirgöng og Bćjarbót á rafrćnu til skođunar

  • Fréttir
  • 13. mars 2019
Undirgöng og Bćjarbót á rafrćnu til skođunar

Á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 19. febrúar sl. var lögð fram forhönnun á undirgöngum undir Grindavíkurveg við Suðurhóp og mögulegt útboð og framkvæmdir við þau á þessu ári. Bæjarráð fór yfir tillögur á fundinum og vísaði því næst málinu til Vegagerðarinnar til frekari vinnslu. Að sögn Sigurðar Ólafssonar, sviðsstjóra skipulagssviðs eru viðræður að hefjast á milli Vegagerðarinnar og Grindavíkurbæjar um framkvæmdina. 

Hér má sjá staðinn þar sem áætlað er að setja undirgöng.

Grafísk teikning af undirgöngum sem bæjarráði hugnast skv. tillögum úr skýrslu. 

Afstöðumynd af þvi hvar möguleg undirgöng kæmu til með að vera. Horft til suðausturs úr Kúadal

 

Stafræn endurgerð á Bæjarbót til skoðunar

Á  fundi frístunda- og menningarnefndar þann 6. febrúar var stafræn endurgerð Bæjarbótar rædd en hugmyndir eru uppi um að öll tölublöð Bæjarbótar frá árinu 1982 - 1995 verði aðgengileg á Tímarit.is. Nefndin fól Eggerti Sólberg Jónssyni, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að leita eftir samningum við annars vegar útgefanda Bæjarbótar á sínum tíma, Björn Birgisson og hins vegar Landsbókasafn Íslands um stafræna endurgerð blaðsins. Fyrir þá sem ekki vita þá stendur yfir sýning í verslunarmiðstöðinni Víkurbraut 62, úr völdum fréttum Bæjarbótar. 

Spennandi mál í gangi sem áhugavert verður að fylgjast með framvindunni á. 

 


Deildu ţessari frétt