Dagskrá Menningarviku miđvikudaginn 13. mars - Málţing um strandminjar, Ég man ţig og opiđ hús í Ţrumunni

  • Menningarfréttir
  • 13. mars 2019

Grindavíkurbær og Minja- og sögufélag Grindavíkur standa í dag fyrir málþingi um strandminjar í Grindavík í Kvennó. Málþingið er öllum opið. Minja- og sögufélag Grindavíkur heldur áfram sýningum á Ég man þig í Bakka og Þruman er opin öllum íbúum Grindavíkur. 

Dagskrá Menningarviku 13. mars 

17:30-19:00 Kvennó, MÁLÞING UM STRANDMINJAR Í GRINDAVÍK. Eggert Sólberg Jónsson og Gunnar Tómasson fjalla um strandminjar í og við Grindavík í fortíð og framtíð.

19:30 Bakki, ÉG MAN ÞIG. Minja- og sögufélag Grindavíkur stendur fyrir á kvikmyndasýningu á tökustað myndarinnar. Athugið að sætapláss er takmarkað.

20:00-22:00 Þruman, OPIÐ HÚS. Bæjarbúum er boðið í heimsókn í félagsmiðstöðina Þrumuna.

Dagskrá Menningarviku alla dagana

10:00-17:00 Kvikan, SALTFISKSETRIÐ, JARÐORKA OG GUÐBERGSSTOFA. Grunnsýningar Kvikunnar opnar gestum.

10:00-17:00 Kvikan, SJÁLFSMYNDIR Á DRAUMASTAÐNUM. Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Grindavíkur sýna verk sín sem unnin voru í myndment og textílment.

10:00-17:00 Kvikan, KÆRLEIKUR. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara.

10:00-17:00 Verslunarmiðstöðin Víkurbraut 62, BÆJARBÓT. Áhugaverðar fréttir úr Bæjarbót, bæjarblaði Grindvíkinga sem að kom út á árunum 1982-1996, rifjaðar upp.

13:00-16:00 Kvennó, SKIPSSTRÖND OG STRANDMINJAR. Sýning á munum sem tengjast skipsströndum í nágrenni Grindavíkur auk þess sem sagt er frá strandminjum í myndum og máli.

14:00-16:00 Framsóknarhúsið, #GRINDAVIKVETUR. Sýning á ljósmyndum grindvískra ljósmyndara sem tóku þátt í ljósmyndaleik grindavik.is.

Dagskrá Menningarviku má finna í heild sinni hér. Dagskránna er jafnframt að finna í Járngerði sem dreift var í öll hús í vikunni.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir