Fundur 81

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 11. mars 2019

81. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal,  6. mars 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu: Jóna Rut Jónsdóttir, formaður, Garðar Alfreðsson, aðalmaður, Þórunn Erlingsdóttir, aðalmaður, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, aðalmaður, Bjarni Már Svavarsson, áheyrnarfulltrúi og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. 

Fundargerð ritaði:  Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1.     Kynning á starfsemi Bókasafns Grindavíkur - 1901083
    Nefndin heimsótti Bókasafn Grindavíkur og fékk kynningu á starfsemi safnsins frá Andreu Ævarsdóttur, forstöðumanni. 
        
2.     Verklagsreglur vegna kjörs á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur - 1901084
    Lagðar fram innsendar tillögur vegna breytinga á verklagsreglum vegna kjörs á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs falið að leggja fram tillögur að breytingum á næsta fundi nefndarinnar. 
        
3.     Reglugerð og vinnureglur Íþrótta- og afrekssjóðs Grindavíkur - 1902100
    Samþykkt að taka reglugerð og vinnureglur Íþrótta- og afrekssjóðs til endurskoðunar. Óskað verður eftir ábendingum frá íþróttafélögum og deildum sem að rétt hafa á að tilnefna íþróttafólk í kjörinu samkvæmt gildandi reglum auk þess sem nefndin óskar eftir ábendingum frá íbúum fyrir 1. mars. 
        
4.     Samstarfssamningur um umhirðu á félagssvæði 2019 - 1902099
    Lögð fram drög að samstarfssamningi við Knattspyrnudeild UMFG um umhirðu á félagssvæði deildarinnar árið 2019. Frístunda- og menningarnefnd samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs. 
        
5.     Samstarfssamningur 2019-2021 - 1902032
    Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs falið að vinna að nýjum samstarfssamningi við Hestamannafélagið Brimfaxa. 
        
6.     Ósk um styrk - 1902055
    Íþróttafélagið Nes óskar eftir samstarfssamningi við Grindavíkurbæ til 5 ára. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs falið að leggja drög að samstarfssamningi fyrir næsta fund nefndarinnar. 

        
7.     Fyrirspurn vegna draga að endurskoðuðu aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2030 - 1902103
    Lagt fram erindi frá stjórn og reiðveganefnd Brimaxa varðandi drög að nýju aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2030. Frístunda- og menningarnefnd leggur áherslu á að reiðvegir eru mikilvægir hestamönnum til þess að þau geti stundað íþrótt sína og hvetur til þess að umferð ríðandi og gangandi verði aðskilin frá umferð vélknúinna ökutækja. 
        
8.     Menningarvika í Grindavík 2019 - 1902003
    Dagskrá Menningarviku 9.-17. mars nk. lögð fram. 
        
9.     Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2019 - 1902102
    Frístunda- og menningarnefnd samþykkir samhljóða að afhenda Höllu Maríu Svansdóttur menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2019. 
        
10.     Aðstaða til tónleikahalds í Grindavík - 1811097
    Rætt um skort á aðstöðu til tónleikahalds í Grindavík. Frístunda- og menningarnefnd vísar málinu til bæjarráðs. 
        
11.     Leikja- og frístundanámskeið sumarið 2019 - 1902101
    Rætt um leikja- og frístundanámskeið sumarið 2019. 
        


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134