Laus stađa umsjónarkennara á miđstigi

  • Fréttir
  • 8. mars 2019
Laus stađa umsjónarkennara á miđstigi

Við Grunnskóla Grindavíkur er laus til umsóknar  staða umsjónarkennara á miðstigi.  Um er að ræða 100% starf frá 1. apríl – 31. maí 2019. Umsóknarfrestur er til  21. mars n.k.    

Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með  515 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi  í samráði við foreldra  þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

  
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn.
Leitað er að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla sem eru metnaðarfullir, góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. 


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. 

Umsóknir  skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is 
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200.
 


Deildu ţessari frétt