Komdu út: Er nćrvera samvera?

  • Fréttir
  • 1. mars 2019
Komdu út: Er nćrvera samvera?

Heilsuleikskólinn Krókur bíður öllum Grindvíkingum á fyrirlestur mánudaginn 4. mars kl. 19:30 í Kvikunni. Róbert Marshall ræðir um útivist og samveru fjölskyldunnar í náttúrunni með það að markmiði að upplifa leyndardóma og sanna gleði. Hann veltir fyrir sér hvort nærvera sé sama og samvera. 

Róbert og kona hans, Brynhildur Ólafsdóttir, hafa ferðast með sinn barnaskara heima og erlendis um árabil og stýrðu lengi Ferðafélagi Barnanna hjá Ferðafélagi Íslands.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook

 

 


Deildu ţessari frétt