Sólveig Ólafsdóttir, formađur Kvenfélags Grindavíkur í forsíđuviđtali Húsfreyjunnar

  • Fréttir
  • 1. mars 2019
Sólveig Ólafsdóttir, formađur Kvenfélags Grindavíkur  í forsíđuviđtali Húsfreyjunnar

Sólveig Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Grindavíkur er í forsíðuviðtali Húsfreyjunnar, blaði Kvenfélagssambands Íslands. Um er að ræða fyrsta tölublað á 70 ára afmælisári tímaritsins. Viðtalið við Sollu er á sjö blaðsíðum og ræðir hún m.a. Kvenfélagið hér í Grindavík, æskuna, fjölskyldu sína og Tupperware-ævintýrið. Hér má sjá nokkur skjáskot úr blaðinu sem eru hér birt með góðfúslegu leyfi Kvenfélagssambands Íslands.

 

Solla með fjölskyldu sinni, eiginmanni, dætrunum fjórum, tengdasonum og barnabörnum. Á myndina vantr ein ntengdason, Óla Baldur Bjarnason

Á hverju hausti sér kvenfélagið um Kvennamessu í Grindavíkurkirkju. Við það tækifæri eru kvenfélagskonur heiðraðar. Að messu lokinni selja kvenfélagskonur kaffi og vöfflur og afraksturinn af sölunni rennur til kirkjunnar, síðast í að kaupa súpuskálar og dúka í safnaðarheimilið. Í haust voru þær Alda Demusdóttir og Guðlaug Jónsdóttir heiðraðar með gullmerki kvenfélagsins fyrir gott og óeigingjarnt starf og Sæbjörg M. Vilmundardóttir gerð að heiðursfélaga. 

Núverandi stjórn Kvenfélags Grindavíkur. Frá vinstri: Sigríður Loftsdóttir gjaldkeri, Karen Elísdóttir ritari, Rannveig Böðvarsdóttir meðstjórnandi, formaðurinn sjálfur, Hrafnhildur Bjarnadóttir meðstjórnandi og Sigurlaug Sigurðardóttir meðstjórnandi. 


Deildu ţessari frétt