Sjálfstćđisfélag Grindavíkur 60 ára í dag og Hjálmar nýr formađur

  • Fréttir
  • 1. mars 2019
 Sjálfstćđisfélag Grindavíkur 60 ára í dag og Hjálmar nýr formađur

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur var haldinn í gær miðvikudaginn 27. febrúar sl.  Hjálmar Hallgrímsson var kjörinn nýr formaður en Jón Emil Halldórsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannsstarfa.   Aðrir í stjórn voru kjörin þau Eiríkur Leifsson, Garðar Alfreðsson, Hrannar Jón Emilsson, Irmý Þorsteinsdóttir, Jóhanna Sævarsdóttir, Kristín Gísladóttir, Margrét Pétursdóttir og Ómar Davíð Ólafsson.    

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisfélagi Grindavíkur er bent á 60 ára afmæli félagsins í dag, 1. mars.   Í tilefni afmælisins er boðið til kaffisamsætis laugardaginn 2. mars í húsi félagsins að Víkurbraut 25 á milli kl. 14:30 og 17:00.   Fyrr um daginn kl. 13:30 verður þingflokkur Sjálfstæðisflokksins með fund í Salthúsinu.  Þar gefst fólki tækifæri til að hitta alla þingmenn flokksins og ræða það sem skiptir máli.  Eftir fundinn er fólk velkomið í afmæliskaffi á Víkurbrautinni.  


 


Deildu ţessari frétt