Ćskulýđsmessa sunnudaginn 3. mars, kl. 20:00

  • Fréttir
  • 28. febrúar 2019
Ćskulýđsmessa sunnudaginn 3. mars, kl. 20:00

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er sunnudaginn 3. mars. Um kvöldið kl. 20:00 verður kvöldmessa, þar sem sönghópurinn „Sálmari“ mun sjá um tónlistina. Fermingarbörn- og ungmenni úr æskulýðsstarfinu munu taka virkan þátt í athöfninni.  Æskulýðsleiðtogi flytur hugleiðingu og séra Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.


Þriðja árið í röð er kirkjan að safna fyrir steinhúsum handa munaðarlausum börnum í Uganda. Þess vegna verður boðið upp á vöfflukaffi eftir messu á 500 krónur. Fermingarbörnin með aðstoð foreldranna munu standa við vöflujárnið

Þetta er samstarfsverkefni kirkna á Suðurnesjum, Kjalarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.
 


Deildu ţessari frétt