Bćjarbót: Samtök áhugafólks um bađađstöđu viđ Bláa lóniđ stofnuđ

  • Fréttir
  • 28. febrúar 2019
Bćjarbót: Samtök áhugafólks um bađađstöđu viđ Bláa lóniđ stofnuđ

Framundan er árleg menningarvika okkar Grindvíkinga en þetta verður í 11. sinn sem hún er haldin. Hluti af dagskránni er að sýna valdar fréttir úr Bæjarbót, sem var um árabil bæjarblað Grindvíkinga. Sýningin verður í verslunarmiðstöðinni og gefst gestum og gangandi tækifæri til að lesa fréttir úr blaðinu sem hengdar verða upp á vegg. Í tilefni þess verða reglulega birtar gamlar fréttir úr blaðinu hér á heimasíðunni. Meðfylgjandi forsíða er frá árinu 1984 en þetta var fyrsta tölublað þess árs, og það þrettánda í röðinni en fyrsta blaðið var gefið út í mars 1982. Forsíðufréttirnar eru þrjár, í fyrsta lagi áhugi landeigenda í Hópsnesi á að reisa risastóra fiskeldisstöð á svæðinu. Í öðru lagi hátt hlutfall tvíbura í sveitarfélaginu og í þriðja lagi umfjöllun um stofnun samtaka áhugafólks um baðaðstöðu í Bláa lóninu, sem í dag er skrifað Bláa Lónið, enda orðið eitt þekktasta vörumerki landsins. Ef ekki það þekktasta. 

Hérna má nálgast forsíðu fyrsta tölublaðs ársins 1984


Deildu ţessari frétt