30 ára afmćli bjórsins: Viđburđir í Grindavík

  • Fréttir
  • 28. febrúar 2019
30 ára afmćli bjórsins: Viđburđir í Grindavík

Á morgun, föstudaginn 1. mars eru liðin 30 ár frá því bjórinn var leyfður á ný hérlendis. Í tilefni þess eru a.m.k. tvennir viðburðir haldnir í Grindavík, þar sem tilefnið er að fagna þessu stórafmæli. 

hjá höllu verður með kvöldopnun og sérstakan bjórmatseðil. Tilboð verður á bjór og PubQuiz með snapparanum Hjálmari Erni.  

 

Fish House verður með bjórpartý, bjór á krana verður á 500 krónur til miðnættis og Dj Geir Flóvent mun spila frá 23:00 - 02:00

 

Framleiðsla, sala og neysla bjórs var fyrst bönnuð á Íslandi þegar áfengisbannið tók gildi árið 1915. Alþingi ákvað árið 1922 að veita undanþágu frá algeru áfengisbanni og leyfði sölu spænskra vína, einkum vegna hættu á að tapa fiskútflutningi til Spánar. Sjónarmið heilbrigðis og almennrar lýðheilsu sem voru grundvöllur bannsins í upphafi urðu því að víkja fyrir viðskiptahagsmunum þjóðarinnar.

Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisbannið árið 1933, þar sem naumur meirihluti reyndist fyrir því að aflétta banninu, ákvað Alþingi að leyfa innflutning og sölu á öllu áfengi nema bjór frá og með 1. mars 1935. Að undanskilja bjórinn frá afnámi áfengisbannsins vekur óneitanlega athygli. Ýmislegt bendir til að bannið á bjór hafi greitt fyrir samþykki frumvarpsins að öðru leyti á Alþingi. Andstæðingar afnáms áfengisbanns voru ekki aðeins fjölmargir meðal þjóðarinnar eins og þjóðaratkvæðagreiðslan hafði leitt í ljós skömmu áður heldur ekki síður á Alþingi þar sem þeir voru jafnframt valdamiklir. Auk þess var því haldið fram á Alþingi að bjórinn hefði ákveðna sérstöðu meðal áfengra drykkja og gæti auðveldlega kveikt löngun í áfengi meðal viðkvæmra þjóðfélagshópa. (Vísindavefur HÍ)


Deildu ţessari frétt