Fundur 493

  • Bćjarstjórn
  • 27. febrúar 2019

493. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. febrúar 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu: Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Jóna Rut Jónsdóttir, varamaður fyrir Guðmund Pálsson.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Svæðisskipulag Suðurnesja - Breyting á skipulagi - 1901001
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram tillaga að breytingu á afmörkun vatnsverndarsvæðis í Reykjanesbæ og nýtt flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar. 
Á 1503. fundi bæjarráðs Grindavíkur voru breytingarnar samþykktar. 

Erindið er lagt fyrir bæjarstjórn til staðfestingar. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
        
2.     Búðir - Umsókn um byggingarleyfi - 1901076
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast. 

Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki byggingaráformin. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
3.     Götulýsing - ástand götulýsingar - 1902040
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 11.500.000 kr. vegna fjárhagsáætlunar 2019. 10.000.000 kr. komi til hækkunar á eignfærðri fjárfestingu og 1.500.000 kr. á rekstrarlykilinn 10511-4960 og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
4.     Þjónustumiðstöð - vélakaup - 1812019
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Óskað er eftir heimild til að flytja 11.000.000 kr. milli liða í eignfærðri fjárfestingu á árinu 2019. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þessa breytingu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
5.     Fráveita Grindavíkurbæjar - Ástandsskoðun - 1902038
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Páll Valur. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á rekstur Fráveitu, kr. 2.000.000 á lykil "51111-4976 Viðhald" og kr. 3.000.000 á lykilinn "51111-4947 Holræsahreinsun" og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 
        
6.     VMST: Húsnæðisbætur - 1611031
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hallfríður. 

Lögð fram breyting á reglum Grindavíkurbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning. Inn kemur ákvæði er veitir félagsmálanefnd heimild til að ákvarða aukinn húsnæðisstuðning út frá mati á aðstæðum umsækjanda. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytinguna. 
        
7.     Styrkumsókn á móti hafnargjöldum - 1902007
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lagt fram bréf frá stjórn björgunarbátasjóðs Grindavíkur. Þar er óskað eftir styrk á móti gjöldum sem Grindavíkurhöfn er að leggja á vegna björgunarbátsins. 
Bæjarráð samþykkir að veita björgunarbátasjóðnum styrk á móti rafmagnskostnaði vegna Odds V Gíslasonar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 600.000 kr. sem fjármagnaður verði með hækkun tekna hafnarsjóðs. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 
        
8.     Beiðni um flutning milli fjárhagsára - 1901032
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur óskar eftir leyfi á flutningi á fjármagni 2018 yfir á rekstur grunnskólans árið 2019. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 475.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjaráðs.
        
9.     Minja- og sögufélag Grindavíkur: endurnýjun samninga - 1809040
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 30.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
10.     Golfklúbbur Grindavíkur: Endurnýjun samstarfssamnings - 1809073
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á árið 2019 að fjárhæð 200.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
11.     Kvennakór Grindavíkur - Samstarfssamningur 2019-2021 - 1901067
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar og Páll Valur. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 335.000 kr. á deildina 05891 sem fjármagnaður verði með hækkun tekna tónlistarskólans að fjárhæð 285.000 kr. og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 50.000 kr. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
12.     Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 1901086
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hallfríður. 

Málið varðar öldungaráð. Lagt fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu. 

Tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar 

Á eftir 2. tl., III. kafla í 47. gr. B verður felldur inn 3. töluliður svohljóðandi: 

Öldungaráð. Sjö aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 2. mgr. 38. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með hliðsjón af 8. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa í öldungaráð, félag eldri borgara tilnefnir þrjá fulltrúa og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tilnefnir einn fulltrúa. Öldungaráð er formlegur samstarfsvettvangur sem fjallar um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í því felst m.a. að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og að samhæfa þjónustu, að gera tillögur til sveitarstjórnar um öldrunarþjónustu og að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru. 

Bæjarstjórn samþykkir breytinguna.
        
13.     Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur og Jóna Rut. 

Lagðar eru til svofelldar breytingar á skipan nefnda: 
Fræðslunefnd: Sigurður Óli Þórleifsson víki sem aðalmaður en verði varamaður. Arna Björg Rúnarsdóttir víki sem varamaður en verði aðalmaður. 
Frístunda- og menningarnefnd: Sigurður Enoksson víki sem aðalmaður. Alexander Veigar Þórarinsson víki sem varamaður en verði aðalmaður. Ólöf Helga Pálsdóttir verði varamaður. 
Hafnarstjórn: Ólöf Helga Pálsdóttir víki sem varamaður. Páll Valur Björnsson verði varamaður. 

Samþykkt samhljóða. 
        
14.     Kosning í nefndir samkvæmt D-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806031
    Til máls tóku: Sigurður Óli, 

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram föstudaginn 29. mars nk. Á 1493. fundi bæjarráðs þann 18. september sl. voru gerðar breytingar á skipan fulltrúa Grindavíkurbæjar á landsþingið 2018 og nýtt kjörbréf gefið út í kjölfarið. 
Málið er nú lagt fyrir bæjarstjórn að nýju vegna komandi landsþings. 

Aðalfulltrúar: 
Hjálmar Hallgrímsson 
Sigurður Óli Þórleifsson 
Helga Dís Jakobsdóttir 

Varafulltrúar: 
Birgitta Káradóttir 
Ásrún Helga Kristinsdóttir 
Hallfríður Hólmgrímsdóttir 

Bæjarstjórn samþykkir kjörið samhljóða.
        
15.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2019 - 1901109
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Jóna Rut, Helga Dís, bæjarstjóri og Páll Valur. 

Fundargerð 867. fundar, dags. 25. janúar 2019 er lögð fram til kynningar.
        
16.     Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019 - 1902083
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Hallfríður, Páll Valur, Helga Dís, Hjálmar, Birgitta og bæjarstjóri. 

Fundargerð 740. fundar, dags. 16. janúar 2019, er lögð fram til kynningar.
        
17.     Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019 - 1902083
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Hallfríður, Páll Valur, Helga Dís, Hjálmar, Birgitta og bæjarstjóri. 

Fundargerð 741. fundar, dags. 18. febrúar 2019, er lögð fram til kynningar.
        
18.     Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2019 - 1902045
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Hjálmar, Hallfríður, Jóna Rut, Páll Valur, Helga Dís og Birgitta. 

Fundargerð 49. fundar, dags. 8. febrúar 2019, er lögð fram til kynningar.
        
19.     Fundargerðir - Heklan 2019 - 1902084
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Hjálmar, Hallfríður, Helga Dís, Jóna Rut, Páll Valur og Birgitta. 

Fundargerð 70. fundar, dags. 15. febrúar 2019, er lögð fram til kynningar.
        
20.     Bæjarráð Grindavíkur - 1506 - 1902002F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta, Hallfríður, bæjarstjóri og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Bæjarráð Grindavíkur - 1507 - 1902008F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Jóna Rut, Helga Dís, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Bæjarráð Grindavíkur - 1508 - 1902011F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Helga Dís, Páll Valur, Hallfríður, Jóna Rut og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Skipulagsnefnd - 51 - 1902004F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
24.     Skipulagsnefnd - 52 - 1902010F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Birgitta, Hallfríður, Helga Dís og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Frístunda- og menningarnefnd - 80 - 1902001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Jóna Rut, Hjálmar, Helga Dís, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
26.     Fræðslunefnd - 84 - 1902003F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
27.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 465 - 1902007F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Páll Valur, Helga Dís, Hallfríður og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
28.     Félagsmálanefnd - 97 - 1901014F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Birgitta, Hallfríður, bæjarstjóri og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
29.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 33 - 1901017F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Helga Dís, Jóna Rut, Birgitta og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
30.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 34 - 1902013F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544