Birtan 5 ára: Afmćliskaffi á laugardaginn fyrir ţá sem hafa greinst međ krabbamein

  • Fréttir
  • 26. febrúar 2019
Birtan 5 ára: Afmćliskaffi á laugardaginn fyrir ţá sem hafa greinst međ krabbamein

Birtan, félagsskapur fólks í Grindavík sem greinst hefur með krabbamein heldur upp á fimm ára afmæli um þessar mundir en þann 4. janúar árið 2014 var félagsskapurinn stofnaður á veitingastaðnum Bryggjunni.  Félagsskapurinn fékk nafnið Birtan og stofnfélagar voru tveir þau Kristín Guðmundsdóttir og Sveinn Árnason. Félögum fjölgaði ört, 8 manns mættu á annan fundinn og á eins árs afmælinu voru meðlimir orðnir 26.  Í dag eru félagarnir 30 og hittast að meðaltali 10-12 manns fyrsta laugardag í mánuði á neðri hæðinni í Víðihlíð.

Samveran er fyrst og fremst hugsuð sem létt spjall og stuðningur við hvert annað.  

Kristín sem lést á síðasta ári eftir 20 ára baráttu við krabbamein var mjög áhugasöm um að halda þessum fundum gangandi og má þakka henni fyrir að það hefur aldrei fallið úr fundur þessi fimm ár.  

Í tilefni fimm ára afmælisins og til minningar um Kristínu vill hópurinn bjóða þeim Grindvíkingum sem hafa fengið krabbameinsgreiningu og fjölskyldum þeirra í afmæliskaffi á neðri hæð Víðihlíðar laugardaginn 2. mars milli kl. 12:30 og 14:00
 


Deildu ţessari frétt