Bandaríski stúlknakórinn syngur í dag, bćđi í Víđihlíđ og kirkjunni.

  • Fréttir
  • 21. febrúar 2019

Stúlknakór Mountain View High School A Cappella frá Kaliforníu munu heimsækja Grindavík í dag 21. febrúar og vera með tónleika annars vegar í Víðihlíð kl.14:00 og hins vegar í Grindavíkurkirkju klukkan 18:00. Frítt er á tónleikana. 

Bandarísku stúlkurnar eru í úrvalshópi tónlistarnema menntaskólans í Mountain View í Kaliforníu. Efnisskrá þeirra er fjölbreytt og þær syngja klassísk lög, þjóðlög og popplög. Svo syngja þær líka lagið Söngur sjómannskonunnar eftir Margréti Sighvatsdóttur frá Grindavík,  en blandaður kór frá skólanum þeirra kom einmitt og söng þar árið 2012 við góðar undirtektir.

Tónleikarnir í Grindavíkurkirkju klukkan 18:00 verða ásamt nýstofnuðum Kvennakór Grindavíkur. Áhugasamir geta hlustað á eitt af lögunum sem bandaríski kórinn syngur hér.

 

 

 

 
 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir