Hugmyndir um ađ grindvískt grágrýti prýđi nýbyggingu Alţingis

  • Fréttir
  • 14. febrúar 2019

Arkitektar frá Studio Granda hafa komið með fyrirspurn til bæjaryfirvalda í Grindavík vegna grágrýtis sem féll til við byggingu nýja hótelsins við Bláa Lónið. Um er að ræða blæbrigðaríkt grágrýti sem hugsað er sem hluti klæðningar á nýbyggingu Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu í Reykjavík. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Sigurður Ólafsson og bæjarstjóri Fannar Jónasson eru að vinna málið áfram en bæjarráð tók vel í erindið í vikunni. 

"Grágrýtið sem um ræðir var hugsað sem grjót í sjóvarnargarða hér í Grindavík sem Grindavíkurbær keypti þegar verið var að undirbúa nýju hótelbygginguna við Bláa Lónið. Núna erum við bara að skoða möguleikann á því hvernig við náum að koma til móts við beiðni Studio Granda og tryggja um leið að nægt grjót sé til staðar í varnargarðana." sagði Sigurður Ólafsson, sviðsstóri skipulagssviðs í samtali við heimasíðu Grindavíkurbæjar.  

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál