Fundur 1507

  • Bćjarráđ
  • 13. febrúar 2019

1507. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 12. febrúar 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar formaður eftir heimild til að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum sem 2. mál. 
1802069 Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir 
 
Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1.     Gallup - Þjónustukönnun 2018 - 1901100
    Matthías Þorvaldsson mætti á fundinn og fór yfir þjónustukönnuna. 
        
2.     Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir - 1802069
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Umsagnir og athugasemdir varðandi flutning á skólastigum milli skólahúsnæðis lagðar fram. 

Bæjarráð samþykkir að lengja skilafrest nefndarinnar til 1. maí 2019.
        
3.     Fráveita Grindavíkurbæjar - Ástandsskoðun - 1902038
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingafulltrúi og umsjónarmaður áhaldahúss og fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Greinargerð og minnisblað frá EFLU verkfræðistofu um ástandsskoðun á skolplögnum Fráveitu Grindavíkur lögð fram. Lagnirnar skiptast í fjóra megin stofna, vesturstofn, austurstofn, iðnaðarsvæði og rotþrær. Þessi greinargerð snýst aðallega um vesturstofninn frá Laut og hreinsun á þeim stofni, en einnig um fráveituna almennt. 

Á árinu 2019 þarf að fara í meira viðhald lagnanna en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2019. 

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Fráveitu vegna ársins 2019: 
Á lykil 51111-4976 kr. 1.887.000 og á lykil 51111-4947 kr. 1.854.000. Alls kr. 3.741.000. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á rekstur Fráveitu fyrir árið 2019 að fjárhæð 3.741.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
4.     Gerðavellir 17: umsókn um byggingarleyfi - 1808001
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingafulltrúi og umsjónarmaður áhaldahúss og fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Greinargerð um kostnað vegna breytinga á Gerðavöllum 17 lögð fram.
        
5.     Götulýsing - ástand götulýsingar - 1902040
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingafulltrúi og umsjónarmaður áhaldahúss og fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Skýrsla og minnispunktar kynntir fyrir bæjarráði um götulýsingar og ástand hennar í Grindavíkurbæ lögð fram. Skýrslan inniheldur einnig hugmyndir varðandi framtíðarsýn og möguleikum í götulýsingum ásamt viðhaldi og stýringum á þeim og er þeim varpað fram í skýrslunni. 

Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 10.000.000 kr. á fjárhagsáætlun 2019 til að setja upp skápa fyrir ljósastaurastýringar. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina og að hún verði fjármögnuð með lækkun á handbæru fé. 

Jafnframt samþykkir bæjarráð að farið verði í útboð á götulömpum sem tekið verði fyrir í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020. 
        
6.     Þjónustumiðstöð - vélakaup - 1812019
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingafulltrúi og umsjónarmaður áhaldahúss og fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Óskað er eftir heimild til að flytja 11.000.000 kr. milli liða í eignfærðri fjárfestingu. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þessa breytingu.
        
7.     Grágrýti- fyrirspurn - 1812053
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingafulltrúi og umsjónarmaður áhaldahúss og fasteigna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Fyrirspurn frá arkitektum Studio Granda vegna grágrýtis sem er í eigu Grindavíkurbæjar. Verið er að falast eftir óvenjulega blæbrigðaríku grágrýti, sem hugsað er sem hluti klæðningar á nýbyggingu Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu í Reykjavík. 

Bæjaráð tekur vel í erindið. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
        
8.     Fasteignagjöld 2019 - 1806068
    Yfirlit um álagningu fasteignagjalda 2019 er lagt fram.
        
9.     Undirbúningur að opnun bókhalds Grindavíkurbæjar - 1902005
    Lagt fram yfirlit yfir mögulegar leiðir við að opna bókhald bæjarins á heimasíðunni. 

Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að vinna málið áfram.
        
10.     Málefni félagsþjónustu Grindavíkurbæjar - 1902036
    Hallfríður Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi leggur málið fyrir fundinn. 

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs á næsta fund bæjarráðs.
        
11.     Samband ísl. sveitarfélaga: Frumvarp - kosningar til sveitarstjórna - 1712071
    Sambandið hvetur sveitarstjórnir til þess að taka til umfjöllunar beiðni frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögnum um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
        
12.     Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - 1902018
    Erindið er lagt fram.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:55.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135