Gamla myndin: Félagsheimiliđ Festi

  • Fréttir
  • 6. febrúar 2019
Gamla myndin: Félagsheimiliđ Festi

Hér má sjá Festi, félagsheimili Grindvíkinga sem opnaði árið 1972. Saga Festis er merkileg og á húsið stóran sess í hjörtum margra Grindvíkinga. Þarna voru t.d. ófá sveitarböllin, fótboltaböllin, kúttmagakvöldin og þorrablótin.

Um tíma var meira að segja hægt að fara í bíó í Festi. Eins og myndin sýnir er óhætt að fullyrða að Festi hafi verið eitt glæsilegasta félagsheimili landsins. Ýmiss starfssemi var á efri hæðinni, þar var t.d. bókasafnið áður en það flutti yfir á Víkurbraut 62. Eftir að bókasafnið fór var húsnæðið útbúið sem félagsmiðstöð Þrumunnar. Salurinn á efri hæðinni var í umsjón Kvenfélags Grindavíkur en þær áttu hlut í Festi þar sem þær settu Kvennó upp í sinn hlut þar. Á efti hæðinni var Harpa danskennari lika með dansskóla.

Árið 2014 var húsið selt núverandi eigendum sem ákváðu að verðveita ytra útlit hússins en breyttu því í Geo Hótel. Húsið var mikið endurnýjað og má sjá hversu mikil prýði það er á þeim stað sem það stendur. 

Nokkrar myndir af húsinu í gegnum tíðina

 


Deildu ţessari frétt