Glćsilegasti veitingastađur landsins býđur upp á fisk úr Grindavík

  • Fréttir
  • 5. febrúar 2019
Glćsilegasti veitingastađur landsins býđur upp á fisk úr Grindavík

"Það þarf ekkert að fara til útlanda, það er hægt að koma hingað og upplifa magnaða náttúru, hver dagur er nýtt listaverk." Þetta segir Atli Sigurður Kristjánsson, markaðs- og kynningarstjóri Bláa Lónsis í viðtali við Víkurfréttir sem var fyrsti fjölmiðillinn á landinu til að fá að kynna sér nýtt lúxus hótel Bláa Lónsins.

Atli segir Bláa Lónið leggja mikið upp úr því að fólk fái að upplifa Reykjanesið. "Eins og allir vita þá er ótrúlega margt að sjá hér á Reykjanesinu og þeir gestir sem hafa farið um Reykjanesið hafa veirð í skýjunum". Atli segir fólk taka mikið að myndum og birti á samfélagsmiðlum og að Reykjanesið sjálft sé mikill hluti af þeirri upplifun að koma í Bláa Lónið.

Atli segir athygli erlendra miðla á heilsulindinni hafa verið gríðarlega. Það hafi skilað sér að benda á hversu mikil upplifunin sé að koma í Bláa Lónið. Blaðamönnum hafi verið boðið til landsins til að upplifa bæði "treatið", þ.e. nýja lónið og hótelið og síðan Reykjanesið sjálft. Nokkur verðlaun hafi komið í þeirra hlut á síðasta ári bæði fyrir bygginguna sjálfa og hönnunina. 

Bláa Lónið er eins og áður kom fram mjög vinsælt á samfélagsmiðlum og má þar t.d. nefna Instagram. "Þetta er auðvitað gríðarlega myndrænn staður, blátt lón, hraunið og þetta dramatíska umhverfi er rosalegt." Atli segir engar myndatökur leyfðar á Retreat Spa og að þau séu hörð á því þar sem gestir þar eru bara í sínum upplifunarheimi. "Við segjum stundum að við séum með stærstu markaðsdeild í heimi þar sem svo margir gestir deila sinni upplifun í lóninu."

Moss Restaurant er nýr veitingastaður við nýja lúxus hótelið. Atli segir að staðurinn leggi mikla áherslu á að bjóða upp á íslenskt hráefni. Lagt hafi verið í mikla vinnu við að finna hvar besta hráefnið væri að finna og mikið lagt uppúr að búa til góðan matseðil. Fiskurinn komi beint úr Grindavík. 

Atli Sigurður Kristjánsson, með Þorbjörn í baksýn, í viðtali við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum. 

Erlendir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um nýja lúxus hótel Bláa Lónsins.

Staðurinn er vinsæll meðal frægra og má segja að það sé undantekningalaust farið í Bláa Lónið þegar Ísland er heimsótt. 

Bláa Lónið er vinsælt ljósmyndaefni á Instagram en þar er að finna 1.318.048 myndir undir því hasstaggi. 

Myndir með frétt eru teknar með skjáskoti úr viðtali Víkurfrétta. 


Deildu ţessari frétt