Í skýjunum međ heimsóknina til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 4. febrúar 2019
Í skýjunum međ heimsóknina til Grindavíkur

Grindavík er vinsæll áfangastaður ferðamanna, hvort sem um er að ræða sumar, vetur, vor eða haust. Lillian, Scott og föruneyti frá Colorado í Bandaríkjunum voru a.m.k. alsæl með sína heimsókn og sendu þakklætisvott á starfsmann Kvikunnar, Ólöfu Helgu Pálsdóttur í kjölfarið. Þau voru hæstánægð með heimsóknina í Kvikuna auk þess sem maturinn hjá höllu stóð upp úr. 

Ásamt jólakorti fékk Ólöf Helga sendar ljósmyndir úr ferðinni, þar sem brúin milli heimsálfa var heimsótt og þrjár myndir af matnum hjá höllu fylgdu líka með og athugasemdir í jólakortinu voru: "they are the best dishes!!" eða "þetta eru bestu réttirnir!!"

Í jólakortinu stendur:

"Elsku Ólöf, það var virkilega ánægjulegt að koma og heimsækja þig í síðasta mánuði (nóvember) á safnið!! (Kvikuna). Kærar þakkir enn og aftur fyrir allar upplýsingarnar sem þú veittir okkur. Við fengum dásamlegan hádegismat og áttum yndislegan tíma eftir að við fórum úr Kvikunni :) Endilega skoðaðu myndirnar sem fylgja með kortinu; Við fengum okkur sveppasúpu, steikarsamloku og fisk með sætum kartöflum.......þetta eru bestu réttirnir!!

Við eignuðumst dásamlegar minningar í ferð okkar til Íslands. Við munum án efa koma aftur í heimsókn! Þú ert líka meira en velkomin í heimsókn til okkar í Colorado ef þú kemur til Bandaríkjanna! Bestu kveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Lillian & Scott." 

Meðmælin verða varla betri. Meðfylgjandi eru myndirnar sem teknar voru í Grindavík og við fengum góðfúslegt leyfi til að birta. 

 

 

 

 

 

 

 

Ólöf Helga t.v. ásamt Lillian, Scott og föruneyti

Brúin milli heimsálfa er vinsæll áfangastaður

Við Brimketil

Steikarlokan hjá höllu

.....sveppasúpan

og þorskurinn. 


Deildu ţessari frétt