Ítarlegar upplýsingar um útgefna reikninga á heimasíđu bćjarins

  • Fréttir
  • 31. janúar 2019
Ítarlegar upplýsingar um útgefna reikninga á heimasíđu bćjarins

Þeir greiðsluseðlar sem berast íbúum Grindavíkurbæjar eru aðgengilegir í gegnum svokallaða Bæjardyr sem finna má efst i hægra horni vefsíðunnar. Með því að skrá sig inn með kennitölu og íslykli eða rafrænum skilríkjum, er bæði hægt að sjá hvaða reikningar eru ógreiddir, fyrir hvað þeir reikningar standa auk þess sem hægt er að fletta upp eldri reikningum. 

Innan Bæjardyra er hægt að sjá svokallaðan "viðskiptareining" þar sem hin ýmsu gjöld birtast, s.s. dagvistunargjöld á leikskóla, vistun í Skólaseli og ávaxtaáskrift í skólanum. Hér er um að ræða allar þær kröfur sem sendar eru út frá Grindavíkurbæ til íbúa. Undir "fasteignir" er hægt að skoða þau gjöld sem rukkuð eru inn vegna fasteigna og þar gildir það sama, hægt er að fletta upp reikningum aftur í tímann. 

 

 


Deildu ţessari frétt