Framkvćmdum viđ Grindavíkurveg mun ljúka í haust

  • Fréttir
  • 31. janúar 2019
Framkvćmdum viđ Grindavíkurveg mun ljúka í haust

Ef allt fer samkvæmt áætlun mun framkvæmdum við Grindavíkurveg ljúka í haust. Nýlega áttu bæjarstjóri og sviðsstjóri skipulagssviðs fund með Vegagerðinni. Þar kom fram að kostnaður við þær framkvæmdir sem nú hafa verið gerðar fór fram úr áætlun. Fyrsta áfanga er lokið, sem snýr að því að ljúka breikkun við sitthvorn endann, annars vegar við Bláa Lónið og hins vegar við Seltjörn. Búið er að setja vegrið út í jaðrana og allt klárt til að fara í næsta áfanga, að aðskilja akstursstefnur. Sá áfangi er miðjan, eða leiðin á milli Seltjarnar og afleggjarans að Bláa Lóninu, þar verður mesta breikkunin og kaflar til framúraksturs.

Allur vafi tekinn af varðandi óvissu um fjármögnun

Fundurinn með Vegagerðinni tók af allan vafa um næstu skref og búið er að fullfjármagna verkefnið. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 29. janúar sl. var sá hluti sem snéri að framkvæmdum á Grindavíkurvegi samþykktur og vísað til Alþingis. Formsins vegna á eftir að samþykkja þær tillögur sem lög frá Alþingi en skv. upplýsingum frá þingheimi er ólíklegt að það gangi ekki í gegn. Vegagerðin hefur staðið heilshugar á bak við þær framkvæmdir sem snúa að Grindavíkurvegi og því fagnaðarefni að þetta sé nú brátt í höfn. 

Útboð í mars/apríl

Líkur eru á að útboð til framkvæmda seinni áfanga verði í mars eða apríl. Og skv. upplýsingum frá Vegagerðinni er stefnt á að klára framkvæmdir fyrir veturinn. 

 


Deildu ţessari frétt