Ađalfundur Kvenfélags Grindavíkur 4. febrúar

  • Fréttir
  • 28. janúar 2019
Ađalfundur Kvenfélags Grindavíkur 4. febrúar

Aðalfundur Kvenfélags Grindavíkur 2019 verður haldinn í Gjánni mánudaginn 4. febrúar klukkan 19:30. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Kvenfélagskonur í Grindavík bjóða nýjar konur velkomnar.

Hlökkum til að sjá ykkur 
Stjórnin 

Frá stofnun Kvenfélags Grindavíkur hefur aðal markmið félagsins verið að styðja og styrkja líknar- og velferðarmál í okkar nærsamfélagi.  Í félaginu eru um 130 félagskonur. Fjáröflunarleiðir félagsins eru margvíslegar og rennur allur ágóði til líknarmála. Á síðasta ári styrkti félagið fyrir rúmar tvær miljónir króna. Meðal þeirra stofnana sem fengu gjafir frá Kvenfélagi Grindavíkur:

Færðum leikskólunum Krók og Laut kubbapúða

Gunnar Baldursson og Ingibjörg Þórðardóttir komu á fund og tóku við Kokmyndavél  fyrir Sjúkrabílinn

 Sambýlinu við Túngötu fékk hornsófa og Snooz heilsukodda. 

 Dagdvölin í Víðihlíð fékk einnig  Snooz heilsukodda Sameiginlega gaf Lions og Kvenfélagið Max Twin lyftibúnað og Söru skutlu í Víðihlíð 

Björgunarsveitinni Þorbirni voru afhent að gjöf þrjú Termaflect teppi  í björgunarbát félagsins .


Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og fyrirlestrum fyrir félagsmenn. Myndin efst er frá því þegar Kvenfélagið fékk Pálmar Ragnarsson til sín á októberfund með fyrirlestur um jákvæð samskipti.
 


Deildu ţessari frétt