Björgun fjár úr sjálfheldu tókst vel

  • Fréttir
  • 23. janúar 2019
Björgun fjár úr sjálfheldu tókst vel

Vel gekk að bjarga fjórum kindum af klettasyllu í Krísuvík, austan við Grindavík í gærkvöldi. Eigendur fjárins höfðu reynt árangurslaust í um viku, að koma því niður eftir að þær hlupu upp Bæjarfell og niður á sylluna. Eftir að hafa farið daglega að vitja þess var það niðurstaðan að óska eftir aðstoð frá Björgunarsveitinni Þorbirni. Otti Sigmarsson, varaformaður sveitarinnar sagði í samtali við grindavik.is að mjög vel hafi gengið að bjarga kindunum af syllunni. "Þetta gekk bara eins og í sögu, skemmtilegt verkefni og frábær æfing fyrir okkur. Bændurnir höfðu samband og athuguðu hvort við gætum aðstoðað þá. Það var lítið mál þannig að við fórum á mánudagskvöldið í smá könnunarleiðangur í frekar leiðinlegu veðri. Í gær var veðrið betra og við brunuðm bara um kvöldmat austur eftir og gengum beint til verks, gengum við upp á fjallið og settum upp línur á toppnum, sigum svo niður að rollunum og settum á þær hálfgert belti og hífðum þær svo upp í rólegheitum eina og eina í einu." 

Alls tóku 14 manns þátt í björguninni en meðfylgjandi myndir tóku bæði Otti Sigmarsson og Hanna Sigurðardóttir af björgunaraðgerðum. 

Ánægður hópur að lokinni björgunaraðgerð. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. febrúar 2019

Instagram-leik lýkur á miđnćtti

Fréttir / 15. febrúar 2019

Nýuppgert nestishús komiđ í Selskóg

Fréttir / 13. febrúar 2019

Kútmaginn 2019

Fréttir / 12. febrúar 2019

Náttúran á Reykjanesi áberandi í Ófćrđ

Fréttir / 12. febrúar 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 11. febrúar 2019

Bingó: Fjáröflun Sunddeildar Grindavíkur

Fréttir / 11. febrúar 2019

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

Fréttir / 8. febrúar 2019

Ball annađ kvöld á Fish House

Fréttir / 8. febrúar 2019

Tónleikum Tónlistarskólans Frestađ

Fréttir / 6. febrúar 2019

Gamla myndin: Félagsheimiliđ Festi

Fréttir / 6. febrúar 2019

Grindavík semur viđ heimamenn

Fréttir / 31. janúar 2019

Nýtt foreldranámskeiđ hefst 19. febrúar