Grindavíkurbćr óskar eftir tölvumanni

  • Fréttir
  • 21. janúar 2019
Grindavíkurbćr óskar eftir tölvumanni

Grindavíkurbær auglýsir eftir einstaklingi í starf tölvumanns hjá Grindavíkurbæ.

Helstu verkefni tölvumanns
•    Uppsetning og uppfærsla á tölvum sem og hug- og jaðarbúnaði þeim tengdum.
•    Umsjón og eftirlit með tölvum og öðrum vél- og hugbúnaði.
•    Stofnun og viðhald notenda og aðstoð við notendur.
•    Ráðgjöf vegna vél- og hugbúnaðar fyrir stofnanir bæjarins.
•    Gerir tillögu að innkaupum á vél- og hugbúnaði í fjárhagsáætlun.
•    Almenn ráðgjöf og aðstoð við starfsmenn bæjarins.

Menntunar- og hæfniskröfur
•    Menntun sem nýtist í starfi. 
•    Góð þekking á tölvum og hugbúnaði.
Lögð er áhersla á frumkvæði í starfi, skipulagshæfni, sveigjanleika sem og afbragðs  þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.

Tölvumaður hefur starfsaðstöðu á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar og í Grunnskóla Grindavíkur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi milli launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og starfsmannafélags Suðurnesja. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar nk.
Umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um menntun og starfsferil.  Skila skal umsóknum á netfangið jont@grindavik.is.
Nánari upplýsingar um starfið gefur sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 420-1100 eða í tölvupósti: jont@grindavik.is  
 


Deildu ţessari frétt