Fundur 1504

  • Bćjarráđ
  • 16. janúar 2019

1504. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 15. janúar 2019 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi, Gunnar Már Gunnarsson, varamaður fyrir Hallfríði Hólmgrímsdóttur.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Starfaflokkun hjá Grindavíkurbæ - 1901052
    Sviðsstjóri félagþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð er fram tillaga um að hækka launakjör þeirra starfahópa sem lægsta launaflokk taka hjá sveitarfélaginu. 

Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
        
2.     Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 1809013
    Sviðsstjóri félagþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Fræðslunefnd leggur til að skipaður verði starfshópur til að leggja fram tillögu að bættu starfsumhverfi leikskóla. 

Bæjarráð telur að ekki sé þörf á því að skipa starfshóp þar sem fyrirliggjandi gögn gefi góða mynd af því hvað gera þurfi til að bæta starfsumhverfi í leikskólum. 

Bæjarráð óskar eftir að leikskólastjórar leggi mat á það hvaða þættir þurfi að vera í forgangi.
        
3.     Félag eldri borgara í Grindavík - Samstarfssamningur 2019 - 1812012
    Frístunda- og menningarnefnd leggur til að samningur milli Grindavíkurbæjar og Félags eldri borgara um skipulagt félagsstarf fyrir eldri borgara í Grindavík til 31. desember 2019 verði samþykktur. 

Bæjarráð samþykkir samninginn.
        
4.     Beiðni um viðauka vegna samstarfssamnings milli Grindavíkurbæjar og Félags eldri borgara í Grindavík 2019 - 1901044
    Í framhaldi af afgreiðslu á máli nr. 1812012(Félag eldri borgara í Grindavík - Samstarfssamningur 2019)er lögð fram beiðni um viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2019 að upphæð kr. 50.000. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 50.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
5.     Golfklúbbur Grindavíkur: Endurnýjun samstarfssamnings - 1809073
    Málinu frestað til næsta fundar.
        
6.     Beiðni um viðauka vegna samstarfssamnings milli Grindavíkurbæjar og Golfklúbbs Grindavíkur 2019-2021 - 1901046
    Málinu frestað til næsta fundar.
        
7.     Tölvukerfi Grindavíkurbæjar - 1901018
    Bæjarráð samþykkir að semja við Þekkingu ehf með rekstur á miðlægu tölvukerfi Grindavíkurbæjar. 

Jafnframt samþykkir bæjarráð að auglýst verði eftir starfsmanni í 100% stöðu til að sinna notendaþjónustu við stofnanir Grindavíkurbæjar.
        
8.     Viljayfirlýsing framkvæmdar - 1901030
    Trúnaðaryfirlýsing og minnisblað um verkefnið lögð fram. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með erindið.
        
9.     Birting launakjara vegna nefndasetu á heimasíðu Grindavíkurbæjar - 1901048
    Sigurður Óli Þórleifsson forseti bæjarstjórnar leggur málið fyrir fundinn. 

Tillaga 
Lagt er til að Grindavíkurbær birti launakjör bæjarfulltrúa og launakjör þeirra sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum bæjarins á heimasíðu Grindavíkurbæjar. 

Tillagan er samþykkt samhljóða. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra tillöguna. 
        
10.     Heimasíða Grindavíkurbæjar og upplýsingagjöf til bæjarbúa - 1901026
    Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi leggur málið fyrir fundinn. 

Bæjarráð er sammála því að heimasíðan sé góður vettvangur til að miðla upplýsingum til bæjarbúa um framkvæmdir og viðburði á vegum bæjarins. 
        
11.     Starfslýsingar og breytt stöðugildi í þjónustumiðstöð - 1901053
    Lagðar fram starfslýsingar vegna umsjónarmanns grænna og opinna svæða og vegna starfsmanns í þjónustumiðstöð. 
Óskað er eftir breytingu á stöðugildum í þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar vegna þessa. 

Bæjarráð samþykkir framlagðar starfslýsingar og breytingar á stöðugildum.
        
12.     Vegagerðin - Minnispunktar vegna fundar - 1901049
    Lagðir fram minnispunktar vegna fundar með Vegagerðinni þann 10.01.2019.
        
13.     Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - 1901047
    Lögð fram ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en hún tók gildi 1. janúar sl.
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

Fundur 71

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. apríl 2020

Fundur 44

Bćjarstjórn / 31. mars 2020

Fundur 505

Skipulagsnefnd / 23. mars 2020

Fundur 70

Bćjarráđ / 24. mars 2020

Fundur 1543

Bćjarstjórn / 16. mars 2020

Fundur 504

Bćjarráđ / 11. mars 2020

Fundur 1542

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. mars 2020

Fundur 43

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2020

Fundur 43

Frćđslunefnd / 5. mars 2020

Fundur 95

Bćjarráđ / 3. mars 2020

Fundur 1541

Bćjarstjórn / 25. febrúar 2020

Fundur 503

Bćjarráđ / 11. febrúar 2020

Fundur 1539

Skipulagsnefnd / 17. febrúar 2020

Fundur 69