Hreinlćti og góđ ţjónusta mikilvćgast

  • Fréttir
  • 9. janúar 2019
Hreinlćti og góđ ţjónusta mikilvćgast

Tjaldsvæðið í Grindavík verður nú í fyrsta sinn opið allt árið. Gríðarleg aukning hefur orðið milli ára þegar tekjur milli mánaða eru skoðaðar. Í september 2017 og  2018 tvöfaldaðist innkoman. 

Sreten Ævar Karimanovic hefur haft umsjón með tjaldsvæðinu frá því í maí 2017 og segir vöxtinn mikinn. „Okkar nálgun er góð, flottar umsagnir, góð samskipti við þá sem koma og í raun reynum við að vera eins hjálpleg og við mögulega getum verið.“ Sreten segir mikilvægt að segja frá því sem í boði sé í Grindavík og hvað sé hægt að gera. „Við segjum frá áhugaverðum stöðum að heimsækja og hvað hægt sé að gera í nágrenni Grindavíkur. Við reynum að hjálpa til á allan mögulegan hátt. Við fórum meira að segja og keyptum rafmagnskapal til að aðstoða við þá bíla sem urðu rafmagnslausir. Oft var svo kalt að fólk notaði miðstöðina alla nóttina og þá kláruðust rafmagnsgeymar. Það margborgaði sig að kaupa bara eitt stykki til að eiga.“ 

Hann segir að síðan sé allt mjög hreint og fínt. Sá þáttur hafi verið tekinn alveg í gegn og það sé að skila sér svo um muni. „Þegar við tókum þann þátt alveg í gegn og lögðum mikla áherslu á hreinlæti þá fóru að koma mjög góðar umsagnir um tjaldsvæðið á Trip Advisor. Ég legg mig mikið fram um að setja mig í samband við þá aðila sem eru að leigja t.d. bíla til ferðamanna og bendi á okkar svæði. Okkar stefna er að verða sýnilegri Við settum t.d. upplýsingar um okkar tjaldsvæði inn á www.camping.info sem er stærsti vefur í Evrópu þegar kemur að upplýsingum um tjaldsvæði.

Sreten segir að núna sé allt komið á vefi eins og Trip Advisor og því skipti miklu máli að hafa allt í góðu standi svo góðar umsagnir haldi áfram að koma. Sreten sagðist hafa gert stutta könnun meðal þeirra sem komu á tjaldsvæðið og bað fólk um að setja á blað hversu marga daga það væri á Íslandi. Langflestir séu að koma hingað í töluverðan tíma og því sé sóknarfæri fyrir okkur að markaðssetja allt það sem í boði sé að gera til að fólk dvelji lengur í Grindavík.

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Sreten og Frakkinn Jean yves. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. mars 2019

30 ára afmćlistónleikar á Fish House

Fréttir / 14. mars 2019

Ratleikurinn í fullum gangi

Fréttir / 11. mars 2019

Setningarhátíđ Menningarviku 2019

Fréttir / 11. mars 2019

Ađalfundi Rauđa Krossins frestađ

Fréttir / 11. mars 2019

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ