Fundur 1503

  • Bćjarráđ
  • 9. janúar 2019

1503. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 8. janúar 2019 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og  Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Daggæsla - Húsaleigusamningur - 1812038
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð hafnar því að leysa aðilann undan húsaleigusamningi nema ef annar aðili er tilbúinn að ganga inn í samninginn. 
        
2.     Rebekka Rós Reynisdóttir - erindi til bæjarstjórnar - 1812046
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Erindið er lagt fram. Bæjarráð áréttar að ráðningar kennara eru í höndum skólastjóra grunnskólans.
        
3.     Svæðisskipulag Suðurnesja - Breyting á skipulagi - 1901001
    Fyrir liggur tillaga að breytingu á afmörkun vatnsverndarsvæðis í Reykjanesbæ og nýtt flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar. 

Bæjarráð samþykkir breytingarnar.
        
4.     Umhverfisstofnun - Tilnefning í vatnasvæðanefnd - 1812061
    Umhverfisstofnun óskar eftir því að Grindavíkurbær tilnefni fulltrúa í vatnsverndarnefnd. 

Bæjarráð tilnefnir Sigurð Ólafsson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
        
5.     Tölvukerfi Grindavíkurbæjar - 1901018
    Lögð fram 2 tilboð í hýsingu á netþjónum Grindavíkurbæjar. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leita eftir tilboðum í hýsingu og umsjón á miðlægu tölvukerfi Grindavíkurbæjar.
        
6.     Verkfallslistar - 1901014
    Verkfallslistar lagðir fram og bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa í Stjórnartíðindum fyrir 1. febrúar.
        
7.     Refa- og minkaveiðar í Grindavík - 1705121
    Bæjarráð samþykkir að greiðslur verði eftirfarandi: 
Refir kr. 8.000 á dýr. 
Yrðlingar kr. 2.000 á dýr 
Verðlaun fyrir unninn mink kr. 3.500 á fullorðið dýr. 

Til þess að aðili fái greitt skv. ofanrituðu þarf að liggja fyrir samningur hans við Grindavíkurbæ.
        
8.     Alþingi - Starfshópur um endurskoðun kosningalaga - 1812062
    Lagt fram.
        
9.     Ályktun um samgöngumál - 1812037
    Tillaga að ályktun frá fulltrúum B- og D-lista: 
Bæjarráð Grindavíkur telur brýnt að leitað verði leiða til að stórauka fjárveitingar til samgönguframkvæmda með umferðaröryggi að leiðarljósi. Jafnframt styður bæjarráð álagningu veggjalda svo flýta megi tilteknum framkvæmdum á sviði samgöngumála. 

 

Bókun frá fulltrúum M-, S- og U-lista: 
Fulltrúar S - M og U-lista taka heilshugar undir þann hluta ályktunar meirihluta bæjarráðs þar sem segir: „Bæjarráð Grindavíkur telur brýnt að leitað verði leiða til að stórauka fjárveitingar til samgönguframkvæmda með umferðaröryggi að leiðarljósi“. 
Hvað varðar seinnihluta ályktunarinnar þá vilja fulltrúar S - M og U-lista bóka eftirfarandi. 
Á meðan landsmenn kalla eftir endurbótum á vegakerfinu eykur ríkið stöðugt skattlagningu á bíleigendur sem notuð er í annað. Samt er talað um að ekki séu til peningar til viðhalds og uppbyggingar samgöngumannvirkja sem eru þó einhverjar arðbærustu framkvæmdir sem hægt er að ráðast í. Samkvæmt heimildum og sundurliðuðum tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB um tekjur ríkissjóðs af umferðinni á árunum 2014 til 2018 kemur fram að heildartekjur ríkissjóðs af ökutækjum verði um eða yfir 330 milljarðar króna að árinu 2018 meðtöldu. 
Á þessum árum 2014 - 2018 var samkvæmt reikningum og áætlunum ríkisins veitt til viðhalds vega og nýframkvæmda rúmum 73 milljörðum kr. sem er nánast sama tala og áætlaðar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum bara á árinu 2018. 
Með öðrum orðum þá eru tæpir 258 milljarðar króna sem innheimtir eru af eigendum ökutækja á þessum árum ekki notaðir til viðhalds og uppbyggingar innviða í samgöngukerfinu, heldur í eitthvað annað. 

 

Fulltrúar S - M og U-lista vilja ennfremur leggja til að ályktun bæjarráðs Grindavíkur hljóði þannig: 
Bæjarráð Grindavíkur telur brýnt að leitað verði leiða til að stórauka fjárveitingar til samgönguframkvæmda með umferðaröryggi að leiðarljósi. Leggur bæjarráð til að markaðar tekjur ríkisins af ökutækjum verði allar lagðar til uppbyggingar og endurbóta á vegakerfi landsins og skattlagning/gjaldtaka verði í samræmi við þörfina á gjaldheimtu. Ennfremur verði leitað nýrra leiða til þess að fjármagna viðhald og löggæslu á vegum landsins eins og t.d. með komugjöldum á ferðamenn en með mikilli fjölgun þeirra á síðustu árum hefur álag á samgöngumannvirki og alla grunnþjónustu aukist til mikilla muna. Veggjöld eru enn ein skattlagning á ökumenn sem nú þegar borga á milli 70 - 80 milljarða á ári í skatta af ökutækjum sínum og hafnar bæjarráð hugmyndum um veggjöld ef ekki koma jafnframt til lækkanir annarra álaga á bifreiðaeigendur. 

Ályktun B-og D- lista er samþykkt með 2 atkvæðum. Fulltrúi U- lista situr hjá.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 15. október 2019

Fundur 1528

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. október 2019

Fundur 40

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 3. október 2019

Fundur 91

Frístunda- og menningarnefnd / 2. október 2019

Fundur 87

Bćjarráđ / 1. október 2019

Fundur 1527

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2019

Fundur 40

Bćjarstjórn / 24. september 2019

Fundur 498

Skipulagsnefnd / 12. september 2019

Fundur 63

Bćjarráđ / 17. september 2019

Fundur 1526

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. september 2019

Fundur 39

Bćjarráđ / 10. september 2019

Fundur 1525

Frístunda- og menningarnefnd / 8. maí 2019

Fundur 83

Frístunda- og menningarnefnd / 9. september 2019

Fundur 86

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2019

Fundur 39

Skipulagsnefnd / 2. september 2019

Fundur 62

Bćjarráđ / 3. september 2019

Fundur 1524

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2019

Fundur 497

Skipulagsnefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 61

Frćđslunefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 89

Bćjarráđ / 20. ágúst 2019

fundur 1523

Frístunda- og menningarnefnd / 14. ágúst 2019

Fundur 85

Bćjarráđ / 30. júlí 2019

Bćjarráđ, fundur nr. 1522

Bćjarráđ / 16. júlí 2019

Fundur 1521

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júlí 2019

Fundur 38

Bćjarráđ / 2. júlí 2019

Fundur 1520

Bćjarráđ / 25. júní 2019

Fundur 1519

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. júní 2019

Fundur 38

Skipulagsnefnd / 19. júní 2019

Fundur 59