Flottasta tjaldsvćđi landsins ađ mati Jean

  • Fréttir
  • 7. janúar 2019
Flottasta tjaldsvćđi landsins ađ mati Jean

Margir bæjarbúar tóku eftir rauðu tjaldi sem var það eina á tjaldsvæðinu yfir áramótin. Þarna var á ferðinni Frakkinn Jean Yves Petit en hann er leiðsögumaður sem hefur ferðast vítt og breitt um landið með marga hópa af ferðamönnum. Jean hefur eytt um 8 mánuðum ársins á Íslandi síðastliðin þrjú ár. Hann er lífsglaður, hefur gaman að því að gefa sig á tal við fólk og veit upp á hár hvernig veðurspáin er, um allt land, næstu daga. 

Jean rekur sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki Passion Islande. Hann dreymir um að flytjast búferlum og koma til Íslands. Hann langar til að koma og vera í Grindavík enda segist hann sérstaklega hrifinn af svæðinu.


Jean er atvinnuljósmyndari og hefur sérlega gaman af því að taka myndir yfir veturinn á Íslandi, aðallega þegar jörðin er snævi þakin. Hann segist fá marga ferðamenn til sín á þessum árstíma. Hann stefni fljótlega á að fara norður til að taka myndir. Ferðamennirnir sem hann fari með um landið séu frá Frakklandi, Sviss og Belgíu.  „En mig langar mikið til að flytja til Íslands og ná tökum á ykkar tungumáli“.

Jean Yves ferðast um á hjóli. Hann er þó alltaf með auka hjól með sér ef hitt skyldi bila. Hann er auk þess með kerru (lítið hýsi) sem býður upp á að hægt sé að sofa í því ef verður er mjög vont. Hann kunni þó betur við að vera í tjaldi og sé vanur að sofa í tjaldi í öllum veðrum. 


Í febrúar stefnir Jean að því að fara með ferðmenn um Suðurlandið. Skoða Jökulsárlón og Vatnajökulsþjóðgarð. „Ísland komst sannarlega á kortið eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Það má segja að það hafi verið gott fyrir ykkur með tilliti til ferðaþjónustunnar.“

Hann segir Íslendinga vera mjög áhugavert fólk í augum Frakka. Þeir búi yfir mögnuðu hugarfari en stundum sé erfitt að komast að þeim, en um leið og það tekst séu Íslendingar einfaldlega bestir. 


Þegar talið berst að tjaldsvæðinu segir Jean við eiga besta og flottasta tjaldsvæði landsins og að hann þekki flest svæði landsins. Tjaldsvæðið í Grindavík sé hans uppáhalds. Svæðið sé fallegt, með góðum aðbúnaði, umhverfið sé rólegt og starfsfólkið sérlega vinalegt. Hann mæli þó líka með tjaldsvæðinu á Ísafirði. 
 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. janúar 2019

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

Fréttir / 18. janúar 2019

Pakkhúsiđ á Hofsósi fyrirmyndin

Fréttir / 18. janúar 2019

Grindavíkurbćr óskar eftir tölvumanni

Fréttir / 17. janúar 2019

Hreyfing 2019 - Zumbafitness

Grunnskólafréttir / 14. janúar 2019

Stjörnuhópar í heimsókn

Fréttir / 14. janúar 2019

Metađsókn á Ţorrablót Grindvíkinga

Fréttir / 11. janúar 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 10. janúar 2019

Menningarvikan 2019 verđur 9. - 17. mars

Fréttir / 10. janúar 2019

Lokađ viđ Stamphólsveg fram ađ hádegi

Fréttir / 9. janúar 2019

Icelandic courses - Grindavík

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 8. janúar 2019

Hreyfing 2019 - CrossFit

Fréttir / 7. janúar 2019

Árleg flöskusöfnun um nćstu helgi

Fréttir / 6. janúar 2019

Ţrettándagleđi viđ Gjána í kvöld