Álfar, menn og kynjaverur á ţrettándagleđinni

  • Fréttir
  • 7. janúar 2019
Álfar, menn og kynjaverur á ţrettándagleđinni

Hin árlega þrettándagleði fór fram í Gjánni í gærkvöldi en þar mátti sjá hinar ýmsu kynjaverur. Fjöldi barna skráði sig í búningakeppni og ljóst að mikill metnaður var lagður í marga búninga. Þrumuráð sá um að andlitsmálun auk þess sem fulltrúar ráðsins tóku að sér að halda utan um keppnina. Álfakóngur og álfadrottning voru þau Tómas Guðmundsson og Rebekka Rós Reynisdóttir sem sungu nokkur hugljúf lög fyrir mannskapinn á svæðinu. Þá fór fram útnefning á Grindvíkingi ársins, en sem kunnugt er hlaut Bjarni Ólason þá nafnbót í ár fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íbúa og félagasamtaka. Verðlaun voru afhent fyrir búninga í þremur flokkum en eftir það komu jólasveinar og héldu uppi miklu fjöri. Það var bæði sungið og dansað og foreldrar á svæðinu tóku virkan þátt í gleðinni. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Gjánni í gær en fleiri myndir birtast á Facebook síðu bæjarins. Eftir dagskrá í Gjánni var haldið niður á höfn þar sem glæsileg flugeldasýning fór fram. 

Þau fyrirtæki sem buðu upp á sýninguna voru:

Besa, Bláa Lónið, Blómakot, Brúin, Bryggjan Kaffihús, Cactus veitingar, EB. Þjónusta, Einhamar Seafood, Englaberg, Fish House, Fiskmarkaður Suðurnesja, Fiskverkun ÓS, Fjórhjólaævintýri, GG Sigurðsson, Gjögur, Grindin, H H Smíði ehf, Hárhornið, Hárstofan, Hérastubbur Bakari, Hjá Höllu, Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur, HP Flutningar, HP Gámar hf, Jón og Margeir, Jónsi múr, Klafar, Landsbankinn, Litla Fell, Matorka, Málningaþjónusta Rúnars, Northern Light inn, Olís, Palóma, Papas Pizza, Páll Gíslason, PGV-Framtíðarform, Reykjanes Guesthouse, Samherji Fiskeldi, Seglasaumur Sigurjóns, Sjómannastofan Vör, Sjóvá, Skiparadíó, Staðarbúið, Stakkavík, Stjörnufiskur, Söluturninn, Tannlæknastofa Guðmundar Pálssonar, TG Raf, Tryggingamiðstöðin, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Vélsmiðja Grindavíkur, Víkurafl, Vísir, Þorbjörn og Örninn Gk 203

 

Verðlaunahafar í flokki 1. - 4. bekkjar. F.v. Sindri Snær sem var Páll Óskar á partýkerrunni, Sævar Breki sem var þvottavél og Natalía Nótt sem var Barbie dúkka. 

Verðlaunahafar í flokki 5. - 7. bekkjar, Magnús sem var kafari (ekki sést í súrefniskútana á bakinu sem voru 2ja lítra, silfur litaðar flöskur), Telma Rut sem var ballerína og Emelía Snærós sem var flamingo fugl. 

Í hópi leikskólabarna fengu verðlaun Unnur Birna sem var lítill gríslingur, Sölvi Hrafn sem var mörgæs og Arney Elín sem var Spiderman. 

Rebekka Rós og Tómas voru álfadrottning og álfakóngur í ár. 

Fulltrúar Þrumuráðs sem sá um að halda utan um búningakeppnina. 

Bjarni Ólason með viðurkenninguna fyrir nafnbótina Grindvíkingur ársins 2018

Bjarni ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum, systkinum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. ágúst 2019

Ţjóđarleiđtogar heimsóttu Grindavík

Fréttir / 21. ágúst 2019

Helgi Einar: Mesta afrekiđ ađ lifa af

Fréttir / 15. ágúst 2019

Vatnsleikfimi haustiđ 2019

Fréttir / 9. ágúst 2019

Laus stađa grunnskólakennara

Fréttir / 1. ágúst 2019

Opnunartími sundlaugar

Fréttir / 26. júlí 2019

Best ađ borđa sykurpúđa í útilegu

Fréttir / 26. júlí 2019

Ţjóđhátíđ međ vinahópnum framundan