Mest lesnu fréttir ársins: Feđgar á top 10

 • Fréttir
 • 3. janúar 2019
Mest lesnu fréttir ársins: Feđgar á top 10

Heimasíða Grindavíkurbæjar hefur nú tekið saman mest lesnu fréttir ársins 2018. Mest var smellt á Dagskrá sjóarans síkáta og er það yfirleitt þannig þegar fréttaárið er gert upp, oftast er smellt á dagskrá hátíðarinnar. Hún er því tekin út fyrir sviga vegna þess hvers eðlis hún er. En það er gaman að sjá að feðgarnir Óli Baldur Bjarnason og Bjarni Ólason tilheyra báðir tveimur af mest lesnu fréttum ársins. 

1. Sú frétt sem fékk mesta athygli á árinu var þegar parið Óli Baldur og Rakel Eva opnuðu nýja þjálfunarstöð í febrúar 2018. 

2. Í öðru sæti voru úrslit sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2018

3. Þriðja vinsælasta frétt ársins er gömul frétt frá árinu 2009 um saltfiskuppskrift frá Fanný Erlingsdóttur.

4. Fréttin um Grindvíking ársins 2017, Arnar Má Ólafsson, var fjórða vinsælust. 

5. Umsæjendur um stöðu bæjarstjóra Grindavíkurbæjar var í 5. sæti.

6. Frétt frá því í lok desember kemur sterk inn á listann en það er frétt um stjórnarkjör í SVG

7. Grænar endurvinnslutunnur komu í ár við öll heimili bæjarins. Sú frétt er í 7. sæti. 

8. Bjarni Ólason hlaut nafnbótina Grindvíkingur ársins 2018 og er sú frétt ein af mest lestu fréttunum. 

9. Hugur og hönd Hjörtfríðar, sýning í Kvikunni var mikið lesin og er í 9. sæti. 

10. Dagskrá þrettándagleðar í Grindavík 2018 er í 10 sæti. 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir 11

Reiđnámskeiđ Arctic Horses

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Gul vesti um allan bć

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Rúm tvö tonn af rusli hreinsuđ

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Fjallkonur í Grindavík

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Dregiđ í hurđaleiknum á morgun!

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Međalhrađaeftirlit ekki byrjađ

 • Fréttir
 • 7. júní 2019

Grindavík lagđi FH á heimavelli 2-1

 • Fréttir
 • 7. júní 2019