Er ţitt ferđaţjónustufyrirtćki á leiđ á Mannamót 2019?

  • Fréttir
  • 3. janúar 2019

Mannamót er árleg ferðasýning/kaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku.

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp vinnufundinn Mannamót  fyrir samstarfsfyrirtæki sín 17. janúar 2019. Viðburðurinn verður haldinn í Kórnum í Kópavogi. 

Skráning

Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamóti 2019. Þátttökugjald er 17.500 krónur, plús virðisaukaskattur. Skráningu lýkur 10. janúar 2019. 

Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Við biðjum þó þá sem ætla að koma sem gestir að skrá sig svo hægt sé að áætla fjöldann. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir