Nýr varaformađur og nýr gjaldkeri í SVG

  • Fréttir
  • 28. desember 2018

Sigurjón Veigar Þórðarson og Kári Ölversson koma nýir inn í stjórn Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, en aðalfundur félagsins fór fram í kvöld. Allir sitjandi stjórnarmenn gáfu kost á sér aftur, nema Sigurður Sverrir Guðmundsson, gjaldkeri. Í hans stað bauð Kári Ölversson sig einn fram í það embætti og var því sjálfkjörinn. Tveir sóttust eftir að vera varaformenn, þeir Sigurjón Veigar Þórðarson, vélstjóri á Gnúp og Ingvi Örn Ingvason, sjómaður. Sigurjón hafði betur og kemur því nýr inn í stjórnina. Sigurjón Veigar sagði í samtali við vefsíðuna hlakka til að takast á við ný verkefni og sagðist mjög þakklátur fyrir það traust sem honum væri sýnt. 

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá stjórn Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur til næstu tveggja ára. 

f.v. Sigurjón Veigar Þórðarson varaformaður, Einar Hannes Harðarson formaður, Kari Ölversson gjaldkeri, Kristinn Einarsson meðstjórnandi og Steingrímur Kjartansson ritari. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir