Umferđarţing: Aukin frćđsla og forvarnir brýnast

  • Fréttir
  • 28. desember 2018
Umferđarţing: Aukin frćđsla og forvarnir brýnast

Ungmennaráð Grindavíkurbæjar skorar á stjórnvöld að efla enn frekar fræðslu og forvarnir þegar kemur að umferðaröryggismálum. Setja þurfi fram skýra stefnu um aðgerðaráætlun um úrbætur í almenningssamgöngum og vegakerfinu. Ráðið stóð fyrir málþinginu UMFERÐARÖRYGGI OKKAR MÁL! dagana 8.-9. nóvember síðastliðinn. Þar lögðu þeir fulltrúar sem þar voru, fram ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að efla fræðslu og forvarnir. Árangur í fækkun slysa af völdum ungs fólks í umferðinni sýni að hækkun bílprófsaldurs sé ekki brýnasta verkefnið. Aukin fræðsla og áhersla á forvarnir séu tæki sem þurfi að nýta og stórefla þurfi kennslu á öllum skólastigum um umferðaröryggi.

Brýnt sé að fræða erlenda ökumenn um aðstæður á Íslandi og bæta aðstæður fyrir ferðamenn. Auk þess sé löngu tímabært að einbreiðum brúm verði útrýmt. Að mati ungs fólks er nauðsynlegt að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. "Tæknin mun á næstu árum gjörbreyta umferðinni á Íslandi og það er brýnt að byrja nú þegar að undirbúa bæði vegakerfið og vegfarendur undir þær breytingar. Ungt fólk er tilbúið að taka þátt í þeirri stefnumótun. Umferðaröryggi er okkar mál!" Segir í tilkynningu frá Ungmennaráði Grindavíkurbæjar. 

Ungmennaráð þakkar kærlega þeim sem lögðu leið sína á þingið og tóku þátt í þessu mikilvæga málþingi um umferðaröryggismál. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í nóvember þegar þingið var haldið í salnum við Grunnskóla Grindavíkur

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. janúar 2019

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

Fréttir / 18. janúar 2019

Pakkhúsiđ á Hofsósi fyrirmyndin

Fréttir / 18. janúar 2019

Grindavíkurbćr óskar eftir tölvumanni

Fréttir / 17. janúar 2019

Hreyfing 2019 - Zumbafitness

Grunnskólafréttir / 14. janúar 2019

Stjörnuhópar í heimsókn

Fréttir / 14. janúar 2019

Metađsókn á Ţorrablót Grindvíkinga

Fréttir / 11. janúar 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 10. janúar 2019

Menningarvikan 2019 verđur 9. - 17. mars

Fréttir / 10. janúar 2019

Lokađ viđ Stamphólsveg fram ađ hádegi

Fréttir / 9. janúar 2019

Icelandic courses - Grindavík

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 8. janúar 2019

Hreyfing 2019 - CrossFit

Fréttir / 7. janúar 2019

Árleg flöskusöfnun um nćstu helgi

Fréttir / 6. janúar 2019

Ţrettándagleđi viđ Gjána í kvöld