Efast stórlega um ađ fjármagniđ dugi

 • Fréttir
 • 28. desember 2018
Efast stórlega um ađ fjármagniđ dugi

Mikið hefur verið rætt um fjárveitingar ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Samkvæmt fjárlögum fær HSS 2,8 milljarða á næsta ári en það er raunhækkun upp á 7 prósent frá árinu 2016. Nýlega fordæmdi bæjarstjórn Reykjanesbæjar skilningsleysi ráðamanna þegar kæmi að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þær fjárveitingar sem áætlaðar væru til HSS dygðu hvorki til rekstrar né nauðsynlegrar endurnýjunar á tækjum og húsnæði. 


Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu fyrir rekstrarárið 2018.Aukafjárveitingunni er fyrst og fremst ætlað að mæta halla á rekstri stofnananna sem að einhverju leyti stafar af veikleika í rekstri en megi einnig rekja til ófyrirséðra útgjalda, til dæmis vegna mönnunarvanda og veikinda starfsfólks sem kalli á meiri yfirvinnu og þar með aukinn kostnað.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær af þessum peningum, 71,1 milljón króna í viðbótarfjárveitingu. 


Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar, lagði bókunina fram í síðustu viku. í henni segir að núverandi húsnæði heilbrigðisstofnunarinnar og skipulag þess hafi sprengt allt utan af sér, uppfylli ekki kröfur og hamli möguleikum til að mæta mikilli þörf fyrir aukna þjónustu. „Þjónustuþörf hefur aukist verulega á undanförnum árum í samræmi við fjölgun íbúa auk annarra veigamikilla þátta, svo sem fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna og stóraukinnar starfsemi á Keflavíkurflugvelli,“ segir í bókuninni. Fjölgun íbúa sé einstök fyrir heilbrigðisumdæmin á landinu og mun meiri en á öðrum svæðum.

Frá árinu 2016 til 2018 hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 22 prósent og á næsta ári stefni í sambærilega fjölgun. Í bókuninni segir að auka þyrfti fjárveitingar um 281 milljón á næsta ári umfram það sem áætlað er í fjárlagafrumvarpinu.„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fordæmir skilningsleysi ráðamanna þjóðarinnar hvað varðar málefni HSS og gerir kröfu til að þetta verði leiðrétt,“ segir í bókuninni. Mikil samstaða bæjarstjórna hafi ekki haft áhrif á ákvarðanir um fjárveitingar. „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill því hvetja þingmenn kjördæmisins sem og þingheim allan til að styðja okkur í þessari baráttu,“ segir í bókuninni.

Jóhann Friðrik sagði í samtali við Grindavík.is að hann fagnaði þessu viðbótarfjármagi en efaðist stórlega um að fjármagnið dygði til að endar næðu saman hjá heilbrigðisstofnuninni. Hann vænti þó mikils af nýjum forstjóra HSS sem brátt tekur til starfa á nýju ári. Þrýstingur á aukið fjármagn muni því halda áfram. 

Jóhann Friđrik Friđriksson, forseti bćjarstjórnar Reykjanesbćjar


Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir 11

Reiđnámskeiđ Arctic Horses

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Gul vesti um allan bć

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Rúm tvö tonn af rusli hreinsuđ

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Fjallkonur í Grindavík

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Dregiđ í hurđaleiknum á morgun!

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Međalhrađaeftirlit ekki byrjađ

 • Fréttir
 • 7. júní 2019

Grindavík lagđi FH á heimavelli 2-1

 • Fréttir
 • 7. júní 2019