Loftgćđi í Grindavík góđ í dag

 • Fréttir
 • 21. desember 2018
Loftgćđi í Grindavík góđ í dag

Fram kom á fréttavef Vísis í gær að Umhverfisstofnun hefði tekið í notkun nýja heimasíðu sem miðlar upplýsingum um loftgæði, www.loftgæði.is. Margir Grindvíkingar ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttinni að eini staðurinn á landinu sem sýndi rauðan lit, þ.e. léleg loftgæði væri í Grindavík. Hins vegar þegar síðan er skoðuð núna í morgunsárið kemur í ljós að loftgæði eru með besta móti hér í Grindavík. Þau hafa hins vegar versnað við Nesjavallavirkjun. Það sem þessir staðir eiga sameiginlegt er jarðhitinn og að hann er virkjaður á báðum stöðum.

Umsjónarmaður vefsíðunnar gerði stutta könnun á þessari síðu og kom þá í ljós að það efni sem kallar fram rauða litinn og léleg loftgæði er brennisteinsvetni (H2S). En það er efnið sem myndar hveralyktina sem við finnum t.d. þegar við keyrum framhjá Hitaveitu Suðurnesja eða förum í Bláa Lónið. Brennisteinsvetni er gastegund sem getur í miklu magni verið skaðlegt heilsu, má þar helst nefna augu, lungu og öndunarveg sem eru viðkvæm. Sett hafa verið heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis á Íslandi og hafa þau verið í gangi frá árinu 2010. Lægsti styrkur sem talinn er valda skaða er u.þ.b. 15 000 míkrógrömm (braðahætta) í rúmmetra en það er meira en 100 sinnum yfir þeim styrk sem mest hefur t.d. mælst í Reykjavík. Til samanburðar þá voru mælingarnar 121,4 mikrógrömm í  rúmmetra hér í Grindavík í gær þegar mest var. 

 

Umsjónarmaður vefsíðunnar hafði samband við Umhverfisstofun og ræddi þar við sérfræðing í málinu. Hann benti á að veðuraðstæður í gær voru með besta móti, hægur vindur sem þýddi að gastegundin lá lengur yfir mælum en annars. Þá voru líka nokkrir jarðskjálftar við Fagradalsfjall sem mögulega gætu haft áhrif losun brennisteinsvetnis, umfram það sem kemur frá virkjuninni. Rokið hérna í Grindavík er því ekki alslæmt því það aðstoðar við hreinsun andrúmsloftsins, sérstaklega þegar brennisteinsvetni eða svifryk eru í loftinu. 

 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir 11

Reiđnámskeiđ Arctic Horses

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Gul vesti um allan bć

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Rúm tvö tonn af rusli hreinsuđ

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Fjallkonur í Grindavík

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Dregiđ í hurđaleiknum á morgun!

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Međalhrađaeftirlit ekki byrjađ

 • Fréttir
 • 7. júní 2019

Grindavík lagđi FH á heimavelli 2-1

 • Fréttir
 • 7. júní 2019