Jólalegt í morgunsöng

  • Grunnskólafréttir
  • 15. desember 2018

Það var aldeilis jólalegt í söngstundinni í Hópskóla í morgun.  Flestir mættu í einhverju jólalegu og börnin sungu jólalögin eins og englar. Þau lærðu m.a. annað erindi við lagið "Í skóginum stóð kofi einn" sem fæstir höfðu heyrt áður.  Þetta var ósköp notarleg og góð stund í umsjá Sigríði Maríu og Ásrúnar. 

Í skóginum stóð kofi einn,
sat við glugga jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn
sem vildi komast inn.
“Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig”.
“Komdu hingað héraskinn,
því ég er vinur þinn”.

En veiðimaður kofann fann,
og jólasveininn spurði hann:
„Hefur þú séð héraskinn
hlaupa‘ um hagann þinn?“
„Hér er ekkert héraskott,
hypja þú þig héðan brott“,
veiðimaður burtu gekk,
og engan héra fékk.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!