Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

  • Grunnskólafréttir
  • 6. desember 2018

Í morgun fengum við í Grunnskóla Grindavíkur góða heimsókn. Þingmaðurinn Vilhjálmur Árnason kom í heimsókn og hitti 9. bekk sem hefur verið að vinna að verkefni um raforku í náttúrufræðitímum undir stjórn Þórunnar Öldu Gylfadóttur náttúrufræðikennara. Í lok þeirrar vinnu ræddu þau um orkupakka 3 sem hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og verður ræddur á Alþingi í febrúar næstkomandi.

Því var tilvalið að fá þingmann búsettan í Grindavík til að ræða þessi mál. 

Vilhjálmur fór yfir þetta flókna mál með nemendum og kennurum þeirra til að útskýra fyrir þeim um hvað málið snýst. Nemendur voru mjög áhugasamir og ófeimnir að spyrja út í málið.

Að sögn nemenda urðu þeir fróðari um orkupakka 3 og um hvað hann fjallar í samskiptum Íslands og Evrópu um kaup og sölu á raforku milli landa. Einnig ræddi hann um sæstreng á milli Íslands og meginlands Evrópu og kaupa á raforku á milli landa.

Nemendur voru ánægðir að fá Vilhjálm í heimsókn og þann fróðleik sem hann hafði fram að færa um málið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun