Jólaljósin tendruđ á 100 ára fullveldisafmćlinu

  • Fréttir
  • 3. desember 2018
Jólaljósin tendruđ á 100 ára fullveldisafmćlinu

Grindvíkingar voru í jólaskapi um helgina, kannski ekki síst fyrir framan íþróttamiðstöðina á laugardaginn er ljósin voru tendruð á jólatré Grindavíkurbæjar. Grindvíkingar létu kuldann ekki aftra sér frá því að mæta og héldu á sér hita með heitu súkkulaði og jólatónlist. Unglingadeildin Hafbjörg bauð gestum upp á heitt súkkulaði og piparkökur, Hljómsveit Tónlistarskóla Grindavíkur lék þrjú jólalög og Langleggur og Skjóða litu við auk Giljagaurs og Gáttaþefs sem stálust úr Þorbirni til þess að geta upplifað þessa stund með börnunum. 


Deildu ţessari frétt