Ungmennaráđ fundađi međ umhverfis- og samgöngunefnd Alţingis

  • Fréttir
  • 3. desember 2018
Ungmennaráđ fundađi međ umhverfis- og samgöngunefnd Alţingis

Ungmennaráð Grindavíkur hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli undanfarnar vikur fyrir störf sín og vel heppnað málþing um umferðarmál sem að fram fór í Grindavík 8. og 9. nóvember sl. Þannig hafa fréttir um málþingið birst í helstu fjölmiðlum landsins, m.a. á RÚV, Stöð 2 og í Víkurfréttum. Í kjölfarið barst ósk frá þingmönnum um að fulltrúar ungmennaráðs kæmu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Sl. föstudag sátu þau Karín Óla Eiríksdóttir, Friðrik Þór Sigurðsson og Hrafnhildur Una Magnúsdóttir fund nefndarinnar þar sem þau ræddu m.a. aðstæður ungra Grindvíkinga og niðurstöður málþingsins. Ungmennaráð mun í kjölfar fundarins senda nefndinni frekari upplýsingar um niðurstöður málþingsins og umsögn um samgönguáætlun.


Deildu ţessari frétt