Grindavík mćtir Fjarđabyggđ í Útsvarinu

  • Fréttir
  • 23. nóvember 2018
Grindavík mćtir Fjarđabyggđ í Útsvarinu

Lið Grindavíkurbæjar mætir á ný til leiks í Útsvari á föstudaginn. Þau Agnar, Daníel og Margrét lögðu Ölfus, meistarana frá 2018 í fyrstu umferð og mæta nú liði Fjarðarbyggðar, meisturunum frá 2017.

Stuðningur áhorfenda í sjónvarpssal er ómetanlegur í keppnum sem þessum og hvetjum við Grindvíkinga til að mæta og styðja við bakið á okkar fólki. Allir eru velkomnir í sjónvarpssal. Mæting er upp í Útvarpshús í síðasta lagi kl. 19:10 á föstudagskvöldið, en útsendingin hefst kl. 19:45.

Áfram Grindavík!


Deildu ţessari frétt