Nemendur miđstigs lásu í yfir 700 klukkustundir

  • Grunnskólafréttir
  • 21. nóvember 2018

Nemendur á miðstigi tóku þátt í lestrarátaki dagana 2.-16.nóvember. Átakið fór þannig fram að nemendur bættu við heimalesturinn og fengu stjörnu fyrir hverjar 35 mínútur sem þau lásu heima. Óhætt er að segja að krakkarnir hafa staðið sig vel því veggirnir á miðstigsganginum og við stofur 6.bekkjanna hafa verið þaktar stjörnum og kappsemi nemenda mikil.

Lesnar voru bækur eftir ákveðna höfunda og aðstoðaði bókasafnið okkur í að finna bækur eftir þá höfunda og því úr nóg af bókum að velja.

Nemendur söfnuðu alls 1247 stjörnum á þessum tveimur vikum sem er frábær árangur. Þau lásu því í 43.645 mínútur eða í rúmlega 727 klukkustundir!

Átakinu lauk síðan á degi íslenskrar tungu þar sem nemendur hittust í salnum og hlustuðu á dagskrá í boði 6.bekkjanna eins og sjá má í annarri frétt.


5.M bjó til súlurit til að sýna hversu mikið bættist við lesturinn.




Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir