Gestafundur kvenfélags Grindavíkur

  • Fréttir
  • 11. nóvember 2018

Gestafundur kvenfélags Grindavíkur verður mánudagskvöldið 12. nóvember klukkan 19:30 í Gjánni og byrjar fundurinn með súpu.

Gestir okkar verða kvenfélagskonur úr kvenfélagi Álftaness. 

Fyrirlesari kvöldsins verður engin önnur en Marta Eiríksdóttir.

Marta og Mojfríður einkaspæjari! 
Það er ekki von á öðru en skemmtilegu kvöldi þegar Marta Eiríksdóttir rithöfundur kíkir til okkar í heimsókn. Mojfríður einkaspæjari er nýjasta bókin hennar, bráðfyndin bók sem konur elska að lesa og karlarnir laumast í. 
Marta er þekkt fyrir einstaka gleði en hún ætlar að taka okkur í smá hláturjóga og gleðiþjálfun. Hún ætlar einnig að segja okkur hvernig við getum ræktað með okkur jákvæðar hugsanir.
Auðvitað les hún upp úr bókinni sinni um hana Mojfríði einkaspæjara sem fær örugglega allar til að hlæja!

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og gestir eru velkomnir.

Munið súpu/kaffigjaldið 1.000 krónur.
STJÓRNIN 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir