Athugiđ
Upplýsingar vegna landris viđ Ţorbjörn Sjá nánar

Frystitogarar Ţorbjarnar verđa ţrír á ný

  • Fréttir
  • 25. október 2018
Frystitogarar Ţorbjarnar verđa ţrír á ný

Frystitogurum sem eiga heimahöfn í Grindavík fjölgar á næstunni á ný, úr tveimur í þrjá, en Þorbjörn hf. hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland í Grænlandi. Þorbjörn gerði lengi vel út þrjá frystitogara, Gnúp, Hrafn og Hrafn Sveinbjarnarson, en árið 2014 var farið í miklar breytingar á skipulagi fyrirtækisins og Hrafninn seldur. 

Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Grindvíkinga að skipum í bæjarfélaginu fjölgi, enda fylgja þeim fjölmörg störf og umsvif á ýmsum sviðum.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Þorbirni um kaupin:

Síðastliðinn mánudag var undirritaður kaupsamningur vegna kaupa Þorbjarnar hf. á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland í Grænlandi. Skipið var smíðað í Noregi 1992 fyrir Skagstrending hf á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1 og selt til Grænlands 1996.

Sisimiut er 67 metra langur og 14 metra breiður. Skipið er vel útbúið til flakavinnslu. Skipið verður afhent Þorbirni hf. næsta vor og gert út á sama hátt og frystitogarar fyrirtækisins síðastliðin ár.

Síðast liðin ár hafa farið úr rekstri hjá okkur eitt frystiskipi og eitt línuskip og hafa aflaheimildir aukist á síðustu árum. Kvótastaða fyrirtækisins hefur batnað og
fellur vel að þessari fjárfestingu. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. febrúar 2020

Afar slćmt veđur í nótt og á morgun

Fréttir / 7. febrúar 2020

Grindavík - Keflavík á morgun kl. 16:00

Fréttir / 6. febrúar 2020

Sindri Björnsson til Grindvíkur

Fréttir / 4. febrúar 2020

Samverustund fyrir Pólverja í Kvikunni

Fréttir / 31. janúar 2020

W ten weekend dni otwarte w Kvikan

Fréttir / 31. janúar 2020

Opiđ hús í Kvikunni um helgina