Fundur 75

 • Frístunda- og menningarnefnd
 • 17. október 2018

75. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 5. september 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Jóna Rut Jónsdóttir formaður, Garðar Alfreðsson aðalmaður, Þórunn Erlingsdóttir aðalmaður, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson aðalmaður, Sigurður Enoksson aðalmaður, Bjarni Már Svavarsson áheyrnarfulltrúi og Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. 

Fundargerð ritaði:  Björg Erlingsdóttir, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1.     Ungmennaráð: Umferðaröryggi okkar mál - 1804072
    Ráðstefna verður 8.-9. nóvember um ungt fólk og umferðaröryggi. Styrkur fékst frá Erasmus . Nefndn hrósar ungmennaráði fyrir frumkvæðið en bendir á skamman tíma til undirbúnings
        
2.     Ósk um styrk til kaupa á búnaði fyrir yngri flokka - 1808205
    Rætt um styrkveitingar til deilda innan UMFG. Nefndin hafnar erindinu 
        
3.     Lengd viðvera Grunnskóla í Íþróttahúsinu - 1808190
    Sviðsstjóri fór yfir málavexti. Málið var rætt á fundi bæjarráðs nr.1490 og var vísað til sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs. Nefndin bendir á að til er Íþróttastefnu Grindavíkurbæjar 2015-2020 en þar segir í 1. kafla um Barna- og unglingastarf: "Íþróttafélög, frístundaaðilar og skólar vinni markvisst í því að samræma stunda- og æfingatöflur fyrir 
nemendur til þess að forðast árekstra og hafa samfelldan skóladag eins og kostur er". Nefndin leggur áherslu á að í lok skólaárs eigi samtal sér stað þar sem farið er yfir komandi skólaár og að þessu samtali komi forstöðumaður íþróttamannvirkja, fulltrúi UMFG og Grunnskóla Grindavíkur.
        
4.     Frístundahandbók 2018-2019 - 1809006
    Frístundahandbók er í undirbúningi og verður birt í lok september. Bæklingurinn verður settur á heimasíðuna og dreift í gegnum íþróttafélögin, skóla og á samfélagsmiðlum. Áhersla lögð á að handbókin verði vel sýnileg á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
        
5.     Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands 2018 - 1809008
    Farið yfir dagskrá í Grindavík og Grindvíkingar hvattir til þess að nýta sér göngurnar og taka þátt í heilsueflandi samfélagi.
        
6.     SÍM - Residency, gestavinnustofur í Gesthúsi - 1808199
   Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hafnaði erindi SÍM á fundi nr. 1490
        
7.     Umsókn um launalaust leyfi - 1808188
    Jóhann Árni fer í leyfi og Sigríður Etna tekur við starfi frístundaleiðvbeinanda í Þrumunni. Málið hefur þegar farið fyrir bæjarráð og verið samþykkt
        
8.     Afrekssjóður 2018 - 1807026
    Umsókn samþykkt
        
9.     Afreksjóður 2018: Elísabeth Ýr Ægisdóttir - 1805071
    Umsókn samþykkt
        
10.     Afrekssjóður: Umsókn um ferðastyrk vegna landsliðsferða 2018 - 1807017
    Umsókn samþykkt
        
11.     Afrekssjóður: Umsókn um ferðastyrk vegna landsliðsferða 2018 - 1807016
    Umsókn samþykkt
        
12.     Afrekssjóður: Umsókn um ferðastyrk vegna landsliðsferða 2018 - 1807015
    Umsókn samþykkt
        
13.     Afrekssjóður 2018: Milan Stefán Jankovic - 1806057
    Umsókn hafnað á grundvelli reglna um Afrekssjóð og áherslur á styrkingu unglingastarfs
        
14.     Sjóarinn síkáti 2018: verkefnisáætlun - 1801027
   Sjóarinn fór langt fram úr fjárheimildir. Bryggjutónleikar voru nýlunda og breyttu ásýnd hátíðarinnar en ákveða þarf um framhaldið. Nefndin leggur til að framtíð hátíðarinnar fari til umræðu hjá bæjarráði. Nefndin leggur til að skipaður verði af bæjarráði, vinnuhópur sem leggi fram tillögur að fyrirkomulagi hátíðarinnar og framtíð hátíðarinnar. 
        
15.     Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2019-2021 - 1710022
    Samningurinn rennur út um áramótin 2018/2019. Lagt er til að samningurinn verði framlengdur fram að áramótum 2019/2020, upphæðir hækkaðar í samræmi við vísitölu og unnið að nýjum samningi á næsta ári. Sviðsstjóra falið að ræða við UMFG og skila inn uppkasti að framlengdum samningi á næsta fundi.
        
16.     Vinnuskólinn: skipulag 2018 - 1802006
    Breyting var gerð á vinnufyrirkomulagi og 8. og 9. bekkur unnu ekki samtímis. Nefndarmenn vilja auka vinnu nemenda er gera ráð fyrir 7. bekk í vinnu. Ýmsar hugmyndir um fyrirkomulag ræddar. Nefndin bendir á að auka þurfi fjármagn til Vinnuskólans og óskar eftir auknu fjármagni, vinna nemenda verði aukin auk þess sem yngri árgangi verði bætt við. Málinu vísað til bæjarráðs og óskað eftir að tekin verði afstaða til þess innan hvaða sviðs Vinnuskólinn eigi að vera. Frístunda- og menningarnefnd álítur að Vinnuskóli eigi betur heima innan annars sviðs. 
        
17.     Hátíðarhöld: 17. júní 2018 - 1806008
    Farið yfir hátíðarhöldin, hátíðarhödlin fóru fram við Íþróttahús og gekk vel. 
        
18.     Ósk um aðstöðu fyrir Pílufélag Grindavíkur - 1809007
    Nefndin getur ekki orðið við beiðninni en felur sviðsstjóra að ræða við félagið um samnýtingu á rými
        
19.     Leikjanámskeið 2018 - 1806009
    Aðsókn að leikjanámskeiðinu var dræm í lokin og ástæða til þess að athuga með að bjóða þeim nemendum sem eru að ljúka skólavist í leikskóla og hefja skólavist í Grunnskóla að hausti, þátttöku á leikjanámskeiðinu. Aðgangur að skráningu á námskeiðin þarf að vera opnaður strax í upphafi árs og nefndin leggur til að hærra gjald sé á skráningar sem gerðar eru nálægt upphafi leikjanámskeiðs. Nefndin leggur ennfremur áherslu á að Leikjanámskeið fái aðstöðu í Hópsskóla fyrir starfsemi sína.
        
20.     Hjólabrettaaðstað: tillögur um breytingar á stökkpalli við Hópsskóla - 1708106
    Nýjir stökkpallar voru settir upp á Ásabraut. Sviðsstjóra falið að ræða við notendur um framhaldið.
        
21.     Hestamannafélagið Brimfaxi: Uppbygging reiðvegakerfis - 1609092
    Skilgreining leiða, reiðleiða og annarra leiða er í afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfissviði
        
22.     Ærslabelgur - 1809010
    Nefndin er jákvæð fyrir uppsetningu ærslabelgs. Sviðsstjóra falið að setja ærslabelg á fjárhagsáætlun og koma með hugmyndir að staðsetningu útfrá öðrum hugmyndum um uppbyggingu útileiksvæða/íþróttaaðstöðu
        
23.     Uppsetning Hreystigarðs í Grindavík: Kostnaðaráætlun og staðsetning - 1808183
    Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar og sviðsstjóra falið að afla upplýsinga og gagna um kostnað við framkvæmd.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 14. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Bćjarráđ / 2. október 2018

Fundur 1494

Bćjarstjórn / 25. september 2018

Fundur 488

Frćđslunefnd / 20. september 2018

Fundur 79

Bćjarráđ / 18. september 2018

Fundur 1493

Skipulagsnefnd / 17. september 2018

Fundur 44

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. september 2018

Fundur 30

Bćjarráđ / 11. september 2018

Fundur 1492

Hafnarstjórn / 10. september 2018

Fundur 460

Frćđslunefnd / 6. september 2018

Fundur 78

Nýjustu fréttir 10

Dagur íslenskrar tungu

 • Grunnskólafréttir
 • 16. nóvember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir leikskólann Krók

 • Grunnskólafréttir
 • 16. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 15. nóvember 2018

A - Gjörningahátíđ / Performance Festival

 • Fréttir
 • 13. nóvember 2018

Atvinna - Upplýsinga og markađsfulltrúi

 • Fréttir
 • 1. nóvember 2018