Grindvíkingar mörđu sigur á nýliđunum

  • Körfubolti
  • 5. október 2018

Grindvíkingar hófu tímabilið í Domino's deild karla í gærkvöldi með erfiðum sigri á nýliðum Breiðabliks. Gestirnir mættu virkilega sprækir til leiks og keyrðu hraðann upp, pressuðu allan völlinn allan leikinn. Þeir skiptu hratt og rúlluðu á öllum sínum leikmönnum nema Grindvíkingnum Þorsteini Finnbogasyni, sem er meiddur. Raunar komst hver einasti leikmaður Blika á blað meðan að Grindvík fékk öll sín stig frá byrjunarliðinu þangað til rétt í blálokin.

En það var einmitt í lokin sem Grindvíkingar náðu loksins tökum á leiknum. Fram að því hafði leikurinn verið mjög jafn en þegar rúmar 6 mínútur voru eftir var staðan 72-79. Þá kom 4 mínútna kafli þar sem Breiðablik skoraði ekki stig en Grindavík setti 16 og staðan allt í einu orðin 88-79, heimamönnum í vil. Eftir það virtist sem Blikarnir misstu móðinn, enda búnir að eyða mikilli orku í leikinn, og svekkjandi niðurstaða fyrir þá að uppskera ekkert eftir allt erfiðið.

Það hlýtur að vera örlítið áhyggjuefni fyrir þjálfarateymi Grindavíkur hversu fá stig komu frá bekknum í gær. Bestu leikmenn Grindavíkur í gær voru tveir nýliðar í hópnum, þeir Sigtryggur Arnar og Jordy Kuiper. Það vissu svo sem allir hvað Arnar getur, en hann spilaði manna mest í gær (35 mínútur) og skilaði 22 stigum, og blés sennilega á þær sögusagnir að hann væri mögulega meiddur. En besti leikmaður Grindavíkur í gær var Hollendingurinn Jordy Kuiper. Jordy, sem er 205 cm á hæð, er afar mjúkur leikmaður miðað við stærð, með mjúkt skot og fimlegar hreyfingar í teignum. Hann setti 24 stig og tók 12 fráköst, og bætti við 4 stoðsendingum. Það verður spennandi að fylgjast með honum í deildinni í vetur.

Umfjöllun Vísis um leikinn
Umfjöllun Körfunnar um leikinn

Tölfræði leiksins
Myndasafn (Karfan)

Viðtöl:


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir