María Ögn heldur fyrirlestur í Gjánni í kvöld

  • Fréttir
  • 4. október 2018

Margfaldur íslandsmeistari í hjólreiðum, María Ögn Guðmundsdóttir, heldur hjólreiðafyrirlestur í Gjánni kl. 20.00. Allir eru hvattir til að mæta, hjólaáhugamenn og þeir sem hafa áhuga á að byrja í hjólreiðum. Fyrirlesturinn er í boði hjólreiðahópsins Löðrandi sveittra og hjólreiðanefnd Grindavíkur. 

Fyrirlesturinn er hluti af dagskrá Hreyfi- og forvarnarviku, en dagskrá dagsins í dag í heild sinni er hér að neðan:

Grindavíkurkirkja/KFUM & KFUK: Vinadeild kl. 17:00-17:45 – útileikir. Yngri deild kl. 18.00-19:00 – Brennó. UD kl. 20:00-21:00 – Boðhlaup og skotbolti. Ef veður leyfir fer starfið fram utandyra. Umsjón: KFUM & KFUK.

Opinn tími í Zumba fitness kl. 17.30 í Kvennó. Allir velkomnir. Umsjón: Jeanette.

Opinn tími í Betri lífstíl kl. 19.10 í GYM-heilsa. Umsjón: Gerður og Alda.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!