Fundur 1494

 • Bćjarráđ
 • 3. október 2018

1494. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 2. október 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrú og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi. 
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá með afbrigðum eftirfarandi mál sem 16. lið á dagskrá: 
 
1804075 Starfsmannamál: Trúnaðarmál 
 
Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1.     Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir - 1802069
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Fræðslunefnd bókaði eftirfarandi á fundi nr. 79: 
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að stofnuð verði bygginganefnd grunnskóla. Lagt til að nefndin verði skipuð þremur aðilum, einum með þekkingu á grunnskólamálum, einum með þekkingu á byggingamálum og einum bæjarfulltrúa. Nefndinni til fulltingis verði sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Þá leggur nefndin áherslu á að aðgangur hagsmunaaðila að vinnunni verði skilgreindur strax í upphafi. Jafnframt er mikilvægt að störfum nefndarinnar verði markaður tímarammi. 

Bæjarráð skipar eftirfarandi í nefndina: 
Jóna Rut Jónsdóttir 
Páll Valur Björnsson 
Pétur Breiðfjörð 

Bæjarráð leggur fyrir nefndina að skila tillögum eigi síðar en 1. febrúar 2019.
        
2.     Stofnun öldungaráðs: Erindi frá Félagi eldri borgara í Grindavík - 1705058
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Tekið hafa gildi ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal nýmæla er að öldungaráð mun taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Er ráð fyrir því gert að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi eða á grundvelli samvinnu milli sveitarfélaga. Á 488. fundi bæjarstjórnar var erindinu vísað til bæjarráðs til úrlausnar. 

Bæjarráð kallar eftir tilnefningum í öldungaráð frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og félagi eldri borgara í Grindavík.
        
3.     Byggingarfulltrúi: starfshlutfall - 1807005
    Nýráðinn sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og fráfarandi sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð samþykkir að ráða byggingafulltrúa í 100% starf og það feli í sér að hann verði jafnframt veitustjóri vatns- og fráveitu.
        
4.     Fjárhagsáætlun 2019-2022: Grindavíkurbær og stofnanir - 1808201
    Lögð fram gögn forstöðumanna vegna fjárhagsáætlunar 2019-2022. Jafnfram er lagt fram málaflokkayfirlit. 

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjórn komi saman til vinnufundar þann 20. október nk.
        
5.     Björgunarsveitin Þorbjörn: Nýr samstarfssamningur - 1512122
    Björgunarsveitin Þorbjörn óskar eftir viðræðum um nýjan samning um ýmsa þjónustu og aðstoð sem sveitin hefur innt af hendi. 

Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar björgunarsveitarinnar komi á næsta fund bæjarráðs.
        
6.     Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 - 1501196
    Taka þarf fyrir tilnefningu Grindavíkurbæjar í verkefnaráð Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2. 

Bæjarráð samþykkir að Sigurður Ólafsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, verði aðalmaður í verkefnaráðinu og Marta Sigurðardóttir til vara.
        
7.     Siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar - 1810001
    Núgildandi siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar lagðar fyrir bæjarráð. Í upphafi nýs kjörtímabils skal bæjarstjórn fjalla um siðareglur bæjarstjórnar og eftir atvikum gera á þeim breytingar og staðfesta með undirritun sinni. 

Bæjarráð telur að ekki þurfi að gera breytingar á ákvæðum reglnanna og vísar þeim til amþykktar í bæjarstjórn.
        
8.     Afrekssjóður: ósk um viðauka fyrir árið 2018 - 1809067
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 250.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
9.     Ólafur R. Sigurðsson: Aðsetur fyrir menningarfulltrúa Grindavíkur - 1809070
    Ólafur R Sigurðsson leggur til að menningarfulltrúi Grindavíkur hafi aðsetur/skrifstofu í Kvikunni. 

Bæjarráð þakkar ábendinguna en telur ekki tímabært að taka afstöðu til málsins að svo stöddu. Fyrir liggur að það verði ráðið í starf upplýsinga- og markaðsfulltrúa og eftir er að taka ákvörðun um það hvar hann hafi aðstöðu.
        
10.     Fræðagarður, stéttarfélag háskólamenntaðra: Bréf til bæjarstjórnar - 1809081
    Lagt fram bréf frá Fræðagarði, dags. 4. september 2018.
        
11.     Bæjarráð Grindavíkur - 1490 - 1809004F 
    Á 488. fundi bæjarstjórnar var 1490. fundargerð bæjarráðs tekin til kynningar. Af því tilefni var lögð fram bókun Hallfríðar Hólmgrímsdóttur, Miðflokknum og samþykkt var að bókuninni yrði svarað á næsta bæjarráðsfundi. 

Bókun B og D lista. 
Meirihluti bæjarráðs boðaði til aukafundar vegna viðtala við umsækjendur, fyrir lá að tveir sviðsstjórar höfðu sagt upp störfum og vildu hætta sem fyrst. Til að svara fyrirspurn varðandi að ekki voru birtar fundargerðir 1490 og 1491 á vef Grindavíkurbæjar átti eftir að tilkynna umsækjendum starfanna um niðurstöðu bæjarráðs. Því var beðið með birtingu. 
28. gr Bæjarmálasamþykktar Grindavíkur, hljóðar svo: 
"Fundartími bæjarráðs. 
Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku þær vikur sem bæjarstjórn fundar ekki. Bæjarstjórn ákveður fundartíma bæjarráðs í upphafi kjörtímabils. 
Aukafundi skal halda ef bæjarstjóri, formaður bæjarráðs eða a.m.k. tveir bæjarráðsmenn óska þess". 
Samkvæmt framansögðu er full heimild til að halda aukafundi og greiða fyrir fundarsetu. 
Fulltrúar B- og D-lista.
        
12.     Samband orkusveitarfélaga; Aðalfundur 2018 - 1810003
    Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn 10. október nk. kl. 15:00. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Grindavíkurbæjar.
        
13.     Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti: Ársfundur - 1809102
    Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 10. október nk. kl. 16:00. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Grindavíkurbæjar.
        
14.     Samtök sjávarútvegssveitarfélaga; Aðalfundarboð 2018 - 1810002
    Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn 10. október nk. kl. 12:15. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Grindavíkurbæjar.
        
15.     Starfsmannamál: Trúnaðarmál - 1804032
    Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs og bæjarstjórnar.
        
16.     Starfsmannamál: Trúnaðarmál - 1804075
    Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs og bæjarstjórnar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Nýjustu fréttir 10

Auglýst eftir dagforeldri

 • Fréttir
 • 11. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 7. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018