Grindavík lagđi meistarana í Útsvarinu

  • Fréttir
  • 2. október 2018

Grindavík hóf leik í Útsvarinu þetta árið síðastliðið föstudagskvöld, og voru andstæðingarnar af dýrari gerðinni. Um var að ræða fyrstu viðureign haustsins og mættu Grindvíkingar þar meisturum síðasta árs, nágrönnum okkar frá Ölfusi. Lið Ölfuss var óbreytt frá síðasta ári, en í liði Grindavíkur voru þó öngvir aukvisar þar sem meistaralið okkar frá árinu 2012 var mætt til leiks á ný.

Keppnin var jöfn og spennandi en Grindavík fór betur af stað og var í forystu fyrri part þáttar. Þá kom góður kafli hjá Ölfusi og fyrir síðustu þrjár 5-10-15 stiga spurningarnarr í lokin var útlitið ekkert alltof bjart fyrir okkar fólk. Þau gerðu sér þó lítið fyrir og svöruðu öllum sínum spurningum rétt og fóru með sigur af hólmi, 83-79. Grindavík er því komið í 8-liða úrslit Útsvars, en keppnin hefur verið stytt töluvert þennan veturinn og hófst strax á 16-liða úrslitum.

Lið Grindavíkur skipa þau Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir.

Fyrirtæki í Grindavík hafa í gegnum árin verið dugleg við að styðja við bakið á okkar keppendum með því að leggja til gjafir sem afhentar eru í lok hverrar keppni. Á því var engin breyting að þessu sinni en það voru Bláa lónið, Blómakot og Fish House, sem lögðu til gjafir að þessu sinni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Horfa má á þáttinn á vef RÚV hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál