Hér og nú og teymiskennsla á yngsta stigi hlutu hvatningarverđlaun frćđslunefndar

  • Fréttir
  • 6. september 2018
Hér og nú og teymiskennsla á yngsta stigi hlutu hvatningarverđlaun frćđslunefndar

Hvatningarverðlaun fræðslunefndar voru afhent í fyrsta sinn í gær. Þau verkefni sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru núvitundarverkefnið hér og nú og teymiskennsla á yngsta stigi. Markmiðið með hvatningarverðlaununum er að að auka jákvæða umfjöllun um skólastarf og/eða fræðslustarf í Grindavík og jafnframt vekja athygli á verkefnum sem eru til eftirbreytni. Auglýst var eftir tilnefningum nú í vor og bárust þó nokkrar tilnefningar.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:

Skólasel - Fyrir faglegt og skilvirkt starf í skólaseli (frístundaheimili) (Sigurbjörg/Didda)
Teymiskennsla á yngsta stigi - Fyrir frumkvöðlastarf í teymiskennslu á yngsta stigi (Anna, Ásrún, Gréta)
Stuðboltarnir - Fyrir eftirtektarvert starf varðandi nemendalýðræði í Grunnskóla Grindavíkur (Guðrún Inga Bragadóttir)
Hér og nú verkefnið - Fyrir árangursríkt samvinnuverkefni þar sem unnið er með núvitund í skólastarfi.  (Halldóra, Harpa og Hulda)
Unglingadeildin Hafbjörg - Fyrir metnaðarfullt fræðslustarf með unglingum í tengslum við björgunarmál


Hulda, Harpa og Halldóra með viðurkenninguna fyrir Hér og nú verkefnið

Hér og nú verkefnið 
Úr lýsingu á verkefninu: 
Núvitund í menntun ungra barna hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu ár og sýna margar rannsóknir fram á að hugleiðsla gefur þeim sem iðkar hana færi á að læra á og þekkja sjálfan sig og tilfinningar sínar. Hún eflir félagslegan þroska og stuðlar að jákvæðum samskiptum við aðra. Hún styður jafnframt við námsáhuga barna, eykur einbeitingu þeirra og athygli, minnkar prófkvíða og eykur árangur í námi.

Í tilnefningu kemur fram að verkefnið sé mikilvægt veganesti barna út í lífið. Börnin alast upp við árangursríka leið til vellíðunar og heilsueflingar frá ungum aldri sem þjálfar þau í að nota núvitund sem bjargráð í daglegu lífi þegar áskoranir verða á vegi þeirra.  

Í mati á verkefninu í lokaskýrslu til Sprotasjóðs kemur fram:  Börn hafa einnig fengið tæki til að átta sig á að það er í lagi að upplifa allan skalann af tilfinningum og til að átta sig á hver þau eru og hvað þau vilja. Nú þegar hafa kennarar beggja skólanna upplifað meiri ró yfir börnum og að þau eru betur í stakk búin að jafna sig til dæmis eftir árekstra við önnur börn.

Þróun verkefnisins hefur verið í átt að auknu samstarfi milli skóla og skólastiga. Þannig hefur verkefnið Hér og nú verið innleitt í báða leikskóla og grunnskóla Grindavíkurbæjar en það byrjaði í Heilsuleikskólanum Króki fyrir nokkrum árum þegar styrkur fékkst frá Sprotasjóði fyrir verkefninu.  Það er í samræmi við skólastefnu Grindavíkurbæjar að skólar vinni saman að verkefnum og nýti sér starfshætti hvers annars þegar það á við. Verkefnið hefur fengið umfjöllun í fjölmiðlum og verið kynnt á ráðstefnum hérlendis. Við teljum að verkefnið sé til mikilar eftirbreytni fyrir skólasamfélagið. 

Ásrún, Anna Lilja og Gréta Dögg með viðurkenninguna fyrir teymiskennsluna

Teymiskennsla á yngsta stigi
Kennarar hópsins eru frumkvöðlar innan Grunnskóla Grindavíkur í teymiskennslu. Þar ríkir metnaður og mikill undirbúningur er að baki góðri vinnu í hópnum. Undirbúningur var mikill fyrir fyrsta árið í teymiskennslu þeirra og það skilaði góðu starfi. Í teymiskennslunni er mikil samvinna kennara og í samvinnu er komið til móts við sérþarfir nemenda á markvissan hátt. Það er í samræmi við skólastefnu Grindavíkurbæjar að kennarar vinni saman og þrói nýjungar í skólastarfi. 

Töluvert hefur verið um að einstaklingar og hópar frá öðrum skólum á landinu og erlendis frá hafi kynnt sér teymiskennsluna og þann árangur sem þessi kennarahópur hefur náð í sínu starfi.  

Einn angi teymiskennslunnar sem hefur gefist mjög vel er svokölluð svæðavinna þar sem nemendur vinna að mismunandi námsverkefnum á mismunandi svæðum. Það er gaman að segja frá því að frá því að svæðavinnan og hvernig hún er notuð með kennsluaðferðinni Byrjendalæsi verður kynnt á ráðstefnu á Akureyri nú í september.  Því má með segja að verkefnið hafi vakið eftirtekt á landsvísu og jafnvel út fyrir landssteinana. 

Reynslan hefur verið góð af verkefninu og á þessu skólaári verða allir þrír árgangar Hópsskóla í teymiskennslu. Nemendur árganganna vinna saman í ólíkum stærðarhópum og hafa aðgang að ólíkum kennurum sem þykir vænlegt. Inni í hópnum starfa einnig sérkennari, þroskaþjálfi og stuðningafulltrúar. Upphafið að teymiskennslunni má rekja að hluta til húsnæðisskorts í Hópsskóla og er til eftirbreytni að sjá hvernig unnið var úr þeim aðstæðum, en allt að 50 börn eru í skólastofunni á sama tíma. 

Guðmundur Grétar Karlsson, formaður fræðslunefndar, stýrði afhöfninni af miklum myndarbrag
 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020