Umhverfisverđlaun Grindavíkurbćjar 2018 afhent í gćr

  • Fréttir
  • 4. september 2018
Umhverfisverđlaun Grindavíkurbćjar 2018 afhent í gćr

Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar voru afhent í Gjánni í gær við hátíðlega athöfn. Var þetta í 22. skipti sem verðlaunin eru veitt, en jafnframt í fyrsta sinn síðan reglur voru settar um þau árið 2016.

Fjölmargar tilnefningar bárust um glæsilega garða að þessu sinni og hafði umhverfis- og ferðamálanefnd ærið verk fyrir höndum þegar kom að því að vega og meta garðana. Vettvangsferð var farin í lok júlí, meðan garðarinar voru enn í fullum blóma. Að lokum voru það fjórir garðar sem þótti skara fram úr að þessu sinni, og einnig var veitt ein viðurkenning til fyrirtækis fyrir snyrtilegt umhverfi.

Verðlaunahafarnir í ár ásamt formanni umhverfis- og ferðamálanefndar, Sigurveigu Önundardóttur.

Verðlaunagarðarnir í ár voru eftirfarandi:

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Hraunbraut 2, Guðbjörg Sævarsdóttir og Sigfús Ægir Sigfússon

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Norðurvör 10, Björn Birgisson og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Selsvellir 20, Jónas Þórhallsson og Dröfn Vilmundardóttir

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Skipastígur 14, Einar Guðjónsson og Ástrún Jónasdóttir.

Verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis: Harbour View smáhýsin
 

Nánar verður fjallað um verðlaunin og verðlaunagarðana í komandi tölublaði Járngerðar.

Við látum að lokum fylgja loftmyndir af görðunum sem Jón Steinar Sæmundsson tók fyrir okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Ómetanlegt að eiga svona hæfileikaríkan og bóngóðan ljósmyndara í sveitarfélaginu!

Hraunbraut 2

Norðurvör 10

Selsvellir 20

Skipastígur 14

Harbour View smáhýsin


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. ágúst 2019

Ţjóđarleiđtogar heimsóttu Grindavík

Fréttir / 21. ágúst 2019

Helgi Einar: Mesta afrekiđ ađ lifa af

Fréttir / 15. ágúst 2019

Vatnsleikfimi haustiđ 2019

Fréttir / 9. ágúst 2019

Laus stađa grunnskólakennara

Fréttir / 1. ágúst 2019

Opnunartími sundlaugar

Fréttir / 26. júlí 2019

Best ađ borđa sykurpúđa í útilegu

Fréttir / 26. júlí 2019

Ţjóđhátíđ međ vinahópnum framundan